Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, sjást hér með Söru Björk Gunnardóttur, fyrirliða liðsins, og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ. Með Guðna eru börn hans. Twitter: @footballiceland Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira
Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira