Spá rúmlega níu prósent verðbólgu í júli Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2022 09:38 Hagsjáin spáir því að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst en hún lækki svo. VÍSIR/VILHELM Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Hagsjáin telur að fjórir undirliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu samkvæmt spánni, það séu matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór muni hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðirnir til hækkunar. Hagsjáin spáir því að verðbólga nái hámarki í ágúst. Spáin til næstu mánaða gerir ráð fyrir 0,7 prósent hækkun í ágúst sem þýði að verðbólgan muni hæst fara í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Matarkarfan og flugfargjöld hækka Talið er að matar- og drykkjarvörur hækki um 0,7 prósent milli mánaða í júli. Sú hækkun er minni en búist var við en hins vegar eru miklar verðhækkanir erlendis sem muni að einhverju leyti skila sér til landsins. Auk þess er mikill eftirspurnarþrýstingur hér á landi, meðal annars vegna vaxandi straums erlendra ferðamanna til landsins. Samkvæmt hagsjánni hefur verð á flugfargjöldum til útlanda fylgt verðinu frá 2019 vel eftir. Hins vegar er talið að flugfargjöld til útlanda hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneytiskostnaðar og aukinnar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir því að flugfargjöld til útlanda hækki um 8,3 prósent milli mánaða í júlí. Fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þrjú prósent milli mánaða í maí og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 3,2 prósent í júní. Gert er ráð fyrir að það fari að hægjast um á markaðinum. Áorðnar vaxtahækkanir geri það að verkum að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslugetu. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS hefur hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði dregist saman og meðalsölutími íbúða aukist. Það taki samt tíma fyrir slíkar breytingar að koma fram í reiknaðri húsaleigu, meðal annars vegna notkunar Hagstofunnar á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali fasteignaverðs. Alls er von á að reiknuð húsaleiga hækki um 2,1 prósent milli mánaða í júlí. Sumarútsölur verði svipaðar og fyrir faraldur Samkvæmt Hagsjánni eru sumarútsölur á fötum og skóm alla jafna sá liður sem hefur mest áhrif á verðbólgumælingar í júlí. Á árunum 2010 til 2019 hafi föt og skór iðulega lækkað um tíu prósent milli mánaða í júlí. Á meðan heimsfaraldur reið yfir hafi sumarútsölu verið nokkuð slakar en líkleg skýring sé aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Talið er að útsölurnar núna verði nær því sem var fyrir faraldurinn, enda ferðalög Íslendinga til útlanda komin í samt lag. Hagsjáni gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um átta prósent milli mánaða. Þessi lækkun gangi síðan til baka í ágúst og september. Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Verslun Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Hagsjáin telur að fjórir undirliðir muni hafa mest áhrif á verðbólgu samkvæmt spánni, það séu matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór muni hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðirnir til hækkunar. Hagsjáin spáir því að verðbólga nái hámarki í ágúst. Spáin til næstu mánaða gerir ráð fyrir 0,7 prósent hækkun í ágúst sem þýði að verðbólgan muni hæst fara í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Matarkarfan og flugfargjöld hækka Talið er að matar- og drykkjarvörur hækki um 0,7 prósent milli mánaða í júli. Sú hækkun er minni en búist var við en hins vegar eru miklar verðhækkanir erlendis sem muni að einhverju leyti skila sér til landsins. Auk þess er mikill eftirspurnarþrýstingur hér á landi, meðal annars vegna vaxandi straums erlendra ferðamanna til landsins. Samkvæmt hagsjánni hefur verð á flugfargjöldum til útlanda fylgt verðinu frá 2019 vel eftir. Hins vegar er talið að flugfargjöld til útlanda hækki miðað við 2019 frá og með júlí vegna hærri eldsneytiskostnaðar og aukinnar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir því að flugfargjöld til útlanda hækki um 8,3 prósent milli mánaða í júlí. Fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um þrjú prósent milli mánaða í maí og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 3,2 prósent í júní. Gert er ráð fyrir að það fari að hægjast um á markaðinum. Áorðnar vaxtahækkanir geri það að verkum að fólk geti ekki tekið jafn há lán og áður miðað við sömu greiðslugetu. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS hefur hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði dregist saman og meðalsölutími íbúða aukist. Það taki samt tíma fyrir slíkar breytingar að koma fram í reiknaðri húsaleigu, meðal annars vegna notkunar Hagstofunnar á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali fasteignaverðs. Alls er von á að reiknuð húsaleiga hækki um 2,1 prósent milli mánaða í júlí. Sumarútsölur verði svipaðar og fyrir faraldur Samkvæmt Hagsjánni eru sumarútsölur á fötum og skóm alla jafna sá liður sem hefur mest áhrif á verðbólgumælingar í júlí. Á árunum 2010 til 2019 hafi föt og skór iðulega lækkað um tíu prósent milli mánaða í júlí. Á meðan heimsfaraldur reið yfir hafi sumarútsölu verið nokkuð slakar en líkleg skýring sé aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru ekki í boði. Talið er að útsölurnar núna verði nær því sem var fyrir faraldurinn, enda ferðalög Íslendinga til útlanda komin í samt lag. Hagsjáni gerir ráð fyrir að föt og skór lækki um átta prósent milli mánaða. Þessi lækkun gangi síðan til baka í ágúst og september.
Verðlag Neytendur Fasteignamarkaður Verslun Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira