Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 22:30 Víkingar voru eðlilega súrir í leikslok eftir frábærar frammistöður. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun ber vitni. Sólin skein skært í Víkinni í kvöld en napur vindurinn sem einkennir nær alla íslenska knattspyrnuleiki var þó aldrei langt undan. Stúkan í Víkinni er hins vegar fagurfræðilegt undir og virðist sem sólin skíni alltaf þar. Stuðningsfólk Víkings lét vel í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins var hins vegar hvort sólin myndi skína á Víkinga í leik sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins talaði um sem einn stærsta leik í sögu félagsins. Stuðningsfólk Víkings gerði hvað það gat til að storka knattspyrnuguðunum er það söng að Miloš Milojević yrði „rekinn á morgun.“ Hvað liðin varðar þá mætti Miloš með örlítið yngra lið til leiks en á heimavelli og Helgi Guðjónsson kom inn fyrir Kristal Mána Ingason sem er í leikbanni eins og frægt er orðið. Þá var Ingvar Jónsson nokkuð óvænt mættur aftur í markið en Þórður Ingason stóð vaktina í Svíþjóð. Byrjunarlið Víkinga í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Malmö hóf leikinn á sókn sem endaði með að Ingvar þurfti að verja eftir að Viktor Örlygur Andrason var að reyna skýla boltanum til Ingvar. Eftir það tóku Víkingar öll völd á vellinum og spiluðu af þvílíkum krafti að gestirnir frá Svíþjóð áttu engin orð. Virtust leikmenn Malmö steinhissa yfir gæðum heimamanna. Eftir hverja sóknina á fætur annarri þá brotnaði ísinn eftir stundarfjórðung. Hinn geðþekki Pablo Punyed skautaði þá með boltann framhjá hverjum Malmö-manninum á fætur öðrum áður en hann gaf boltann til hægri á Karl Friðleif sem kom fljúgandi úr hægri vængbakverðinum. Karl Friðleifur mundar hægri fótinn.Vísir/Hulda Margrét Karl Friðleifur tók eina snertingu áður en hann en negldi boltanum niðri í hornið fjær og sendi Víkinga nær og fjær í draumaheim Arnars Gunnlaugssonar. Karl Friðleifur eftir að hafa komið boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Karl Friðleifur fagnaði marki sínu vel og innilega.Vísir/Hulda Margrét Víkingar breyttu ekki leikstíl sínum eftir að komast yfir og sóttu af krafti án þess þó að ná að ógna marki gestanna af neinu viti. Reyndar vildi Nikolaj Hansen fá vítaspyrnu þegar hann féll í teignum eftir létta snertingu á kálfann en skoskur dómari leiksins dæmdi ekkert. Eftir hálftímaleik þá fór að draga af Víkingum og gestirnir tóku völdin. Þeir höfðu ógnað oftar en einu sinni þegar Isaac Thelin átti frábæra móttöku á miðjum vallarhelmingi Víkinga. Hann flikkaði boltanum í kjölfarið - þó með jörðinni - í gegnum miðja vörn Víkings þar sem Veljko Birmančević var lagður af stað. Birmančević renndi boltanum undir Ingvar sem kom hlaupandi út úr marki sínu og staðan orðin 1-1 þegar 34 mínútur voru liðnar af leiknum. Malmö sleppti ekki takinu og þegar stutt var til hálfleiks hrundi spilaborg Víkings. Víkingar vörðust fimlega en það var ekki nóg.Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson - sem fékk þungt högg í fyrri leiknum og fyrr í leik dagsins - fékk högg og lá lengi eftir. Á endanum var ljóst að hann gat ekki haldið leik áfram sem þýddi að bakvörðurinn Davíð Örn Atlason kom inn á og Viktor Örlygur færði sig yfir í vinstri miðvörð Víkings. Þar með voru tveir af þremur miðvörðum Víkings meiddir þar sem Kyle McLagan var fyrir á meiðslalistanum. Við þetta riðlaðist allur leikur Víkinga og rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks gerðist það sem allir Víkingar óttuðust. Felix Beijmo fékk sendingu hægra megin í teignum, Ingvar kom út og varði frá honum en boltinn féll fallega fyrir Beijmo sem renndi boltanum í autt markið. Erlingur Agnarsson á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Staðan orðin 2-1 Malmö í vil og staðan í einvíginu 5-3 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Ef endirinn á fyrri hálfleik var súr þá var upphafið á síðari hálfleik líkt og kotasæla sem hafði staðið úti í sólinni í Víkinni langt fram yfir síðasta söludag. Anders Christiansen, fyrirliði Malmö, lagði boltann þá snyrtilega í netið eftir gott þríhyrningsspil við Felix Beijmo. Staðan orðin 1-3 og brekkan heldur brött hjá Víkingum. EN íslands- og bikarmeistarar Víkings eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og það gerðu þeir svo sannarlega ekki í dag. Nokkrum mínútum eftir þriðja mark Malmö sýndi Nikolaj Hansen gæði sín þegar hann tók sendingu Davíðs Arnar Atlasonar á brjóstkassann og lagði boltann svo einkar snyrtilega undir Johan Dahlin úr vægast sagt þröngri stöðu. Staðan orðin 2-3 og Víkingar í stúkunni vöknuðu af værum blundi. Hansen skoraði með góðri afgreiðslu áður en hann stakk sér til sunds.Vísir/Hulda Margrét Áfram héldu Víkingar að sækja og þegar stundarfjórðungur var eftir þá kom jöfnunarmarkið. Pablo tók hornspyrnu stutt á Viktor Örlyg sem gaf aftur á Pablo. Miðjumaðurinn knái hengdi boltann inn á teig þar sem Nikolaj Hansen skallaði hann í átt að marki. Nikolaj Hansen stangaði boltann í átt að marki.Vísir/Hulda Margrét Karl Friðleifur var einn á auðum sjó og gat ekki annað en skorað er hann nánast hélt í færstöngina. Staðan orðin 3-3 og Víkingar allt í einu aðeins marki frá því að knýja fram framlengingu. Karl Friðleifur fagnar öðru marki sínu.Vísir/Hulda Margrét Þó Víkingar hafi gefið allt sem þeir áttu þá dugði það ekki til að þessu sinni. Reynslu mikið lið Malmö hélt út og niðurstaðan 3-3 á heimavelli hamingjunnar. Það var eitthvað lítið um hamingju í andlitum Víkinga að leik loknum enda liðið grátlega nálægt því að slá út eitt af stærstu liðum Skandinavíu. Menn frekar súrir er flautað var til leiksloka.Vísir/Hulda Margrét Þetta þýðir að Malmö fer áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Evrópuævintýri Víkinga er hvergi nærri lokið. Liðið fer nú í Sambandsdeild Evrópu þar sem það mætir annað hvort The New Saints frá Wales eða Linfield frá Norður-Írlandi. „Er ánægður með að komast áfram, það skiptir máli“ Miloš Milojević, þjálfari Malmö.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var hörkuleikur og ég vil óska Víkingum til hamingju. Vona að þeim gangi vel í næstu umferð,“ sagði Miloš Milojević, þjálfari Malmö – á íslensku – eftir leik. „Við byrjuðum ekki nægilega vel. Tökum svo yfir leikinn en hleyptum þeim aftur inn, þegar lið sendir svona marga bolta inn á teiginn þá getur hann farið vinstri, hægri og út um allt,“ bætti þjálfarinn við. „Við sínum karakter í þessum leikjum. Ætla ekki að vera hrokafullur en við sköpum okkur örugglega 20-25 færi í leikjunum tveimur en markverðir þeirra áttu báðir frábæra leiki.“ „Við vorum aðeins of flatir og fórum ekki nægilega mikið á bakvið þá í upphafi. Þegar við löguðum það þá komumst við oft einn á einn gegn markmanni en vorum ekki nægilega góðir þar.“ „Er ánægður með að komast áfram, það skiptir máli. Nú er bara næsti leikur.“ „Arnar er búinn að gera frábæra hluti með þá, og allir sem starfa í klúbbnum. Eru á góðri leið með að vera leiðandi lið í íslenskum fótbolta,“ sagði Miloš Milojević að endingu við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Á blaðamannafundi í kjölfarið var Miloš ekki alveg jafn sáttur og hélt áfram að ræða hversu mörg færi hans menn fengu. Hann gaf lítið fyrir það að sæti hans væri heitt og hrósaði Víkingum frekar en að kenna varnarlínu sinni um þau fimm mörk sem Víkingar skoruðu í einvíginu. Að endingu vildi hann ekki staðfesta að Daníel Tristan Guðjohnsen væri á leiðinni í Malmö. „Gefur allri íslensku deildinni mjög mikið“ Pablo Punyed var magnaður í dag.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður bara vel, við erum vel undirbúnir fyrir svona leiki. Við sýndum í þessum tveimur leikjum að við getum spilað á móti stærstu liðum Skandinavíu. Það er geggjað að sjá og sérstaklega fyrir unga leikmenn. Við getum lagað margt en þetta er bara gaman, að spila svona stóra leiki,“ sagði miðjumaðurinn Pablo Punyed eftir leik en hann átti að venju góðan leik á miðsvæði Víkings. „Gefur allri íslensku deildinni mjög mikið. Það eru 2-3 lið sem eru að spila frábæran fótbolta í Bestu deildinni og geta keppt á móti öðrum liðum í Evrópu. Breiðablik sýndi þetta í fyrra og vonandi geta þeir gert það áfram í Sambandsdeildinni í ár. Gefur öllum leikmönnum von, skiptir ekki máli hvaða aldur það er.“ „Við erum bara að hugsa um FH, sem við mætum á laugardag. Við vitum ekkert hver næsti mótherji er í Evrópu. Við erum ánægðir með að hafa sýnt að við getum spilað gegn stórliði eins og Malmö en auðvitað líka smá svekkjand,“ sagði Pablo að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00 Sagði að Malmö þyrfti að einbeita sér að litlu atriðunum og að Ísland væri hans annað heimili Miloš Milojević, þjálfari Malmö, var mættur á sinn gamla heimavöll er hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. 11. júlí 2022 20:30 Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45 Umfjöllun og Viðtöl: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:45 Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. 11. júlí 2022 19:45
Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun ber vitni. Sólin skein skært í Víkinni í kvöld en napur vindurinn sem einkennir nær alla íslenska knattspyrnuleiki var þó aldrei langt undan. Stúkan í Víkinni er hins vegar fagurfræðilegt undir og virðist sem sólin skíni alltaf þar. Stuðningsfólk Víkings lét vel í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins var hins vegar hvort sólin myndi skína á Víkinga í leik sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins talaði um sem einn stærsta leik í sögu félagsins. Stuðningsfólk Víkings gerði hvað það gat til að storka knattspyrnuguðunum er það söng að Miloš Milojević yrði „rekinn á morgun.“ Hvað liðin varðar þá mætti Miloš með örlítið yngra lið til leiks en á heimavelli og Helgi Guðjónsson kom inn fyrir Kristal Mána Ingason sem er í leikbanni eins og frægt er orðið. Þá var Ingvar Jónsson nokkuð óvænt mættur aftur í markið en Þórður Ingason stóð vaktina í Svíþjóð. Byrjunarlið Víkinga í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Malmö hóf leikinn á sókn sem endaði með að Ingvar þurfti að verja eftir að Viktor Örlygur Andrason var að reyna skýla boltanum til Ingvar. Eftir það tóku Víkingar öll völd á vellinum og spiluðu af þvílíkum krafti að gestirnir frá Svíþjóð áttu engin orð. Virtust leikmenn Malmö steinhissa yfir gæðum heimamanna. Eftir hverja sóknina á fætur annarri þá brotnaði ísinn eftir stundarfjórðung. Hinn geðþekki Pablo Punyed skautaði þá með boltann framhjá hverjum Malmö-manninum á fætur öðrum áður en hann gaf boltann til hægri á Karl Friðleif sem kom fljúgandi úr hægri vængbakverðinum. Karl Friðleifur mundar hægri fótinn.Vísir/Hulda Margrét Karl Friðleifur tók eina snertingu áður en hann en negldi boltanum niðri í hornið fjær og sendi Víkinga nær og fjær í draumaheim Arnars Gunnlaugssonar. Karl Friðleifur eftir að hafa komið boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Karl Friðleifur fagnaði marki sínu vel og innilega.Vísir/Hulda Margrét Víkingar breyttu ekki leikstíl sínum eftir að komast yfir og sóttu af krafti án þess þó að ná að ógna marki gestanna af neinu viti. Reyndar vildi Nikolaj Hansen fá vítaspyrnu þegar hann féll í teignum eftir létta snertingu á kálfann en skoskur dómari leiksins dæmdi ekkert. Eftir hálftímaleik þá fór að draga af Víkingum og gestirnir tóku völdin. Þeir höfðu ógnað oftar en einu sinni þegar Isaac Thelin átti frábæra móttöku á miðjum vallarhelmingi Víkinga. Hann flikkaði boltanum í kjölfarið - þó með jörðinni - í gegnum miðja vörn Víkings þar sem Veljko Birmančević var lagður af stað. Birmančević renndi boltanum undir Ingvar sem kom hlaupandi út úr marki sínu og staðan orðin 1-1 þegar 34 mínútur voru liðnar af leiknum. Malmö sleppti ekki takinu og þegar stutt var til hálfleiks hrundi spilaborg Víkings. Víkingar vörðust fimlega en það var ekki nóg.Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson - sem fékk þungt högg í fyrri leiknum og fyrr í leik dagsins - fékk högg og lá lengi eftir. Á endanum var ljóst að hann gat ekki haldið leik áfram sem þýddi að bakvörðurinn Davíð Örn Atlason kom inn á og Viktor Örlygur færði sig yfir í vinstri miðvörð Víkings. Þar með voru tveir af þremur miðvörðum Víkings meiddir þar sem Kyle McLagan var fyrir á meiðslalistanum. Við þetta riðlaðist allur leikur Víkinga og rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks gerðist það sem allir Víkingar óttuðust. Felix Beijmo fékk sendingu hægra megin í teignum, Ingvar kom út og varði frá honum en boltinn féll fallega fyrir Beijmo sem renndi boltanum í autt markið. Erlingur Agnarsson á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Staðan orðin 2-1 Malmö í vil og staðan í einvíginu 5-3 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Ef endirinn á fyrri hálfleik var súr þá var upphafið á síðari hálfleik líkt og kotasæla sem hafði staðið úti í sólinni í Víkinni langt fram yfir síðasta söludag. Anders Christiansen, fyrirliði Malmö, lagði boltann þá snyrtilega í netið eftir gott þríhyrningsspil við Felix Beijmo. Staðan orðin 1-3 og brekkan heldur brött hjá Víkingum. EN íslands- og bikarmeistarar Víkings eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og það gerðu þeir svo sannarlega ekki í dag. Nokkrum mínútum eftir þriðja mark Malmö sýndi Nikolaj Hansen gæði sín þegar hann tók sendingu Davíðs Arnar Atlasonar á brjóstkassann og lagði boltann svo einkar snyrtilega undir Johan Dahlin úr vægast sagt þröngri stöðu. Staðan orðin 2-3 og Víkingar í stúkunni vöknuðu af værum blundi. Hansen skoraði með góðri afgreiðslu áður en hann stakk sér til sunds.Vísir/Hulda Margrét Áfram héldu Víkingar að sækja og þegar stundarfjórðungur var eftir þá kom jöfnunarmarkið. Pablo tók hornspyrnu stutt á Viktor Örlyg sem gaf aftur á Pablo. Miðjumaðurinn knái hengdi boltann inn á teig þar sem Nikolaj Hansen skallaði hann í átt að marki. Nikolaj Hansen stangaði boltann í átt að marki.Vísir/Hulda Margrét Karl Friðleifur var einn á auðum sjó og gat ekki annað en skorað er hann nánast hélt í færstöngina. Staðan orðin 3-3 og Víkingar allt í einu aðeins marki frá því að knýja fram framlengingu. Karl Friðleifur fagnar öðru marki sínu.Vísir/Hulda Margrét Þó Víkingar hafi gefið allt sem þeir áttu þá dugði það ekki til að þessu sinni. Reynslu mikið lið Malmö hélt út og niðurstaðan 3-3 á heimavelli hamingjunnar. Það var eitthvað lítið um hamingju í andlitum Víkinga að leik loknum enda liðið grátlega nálægt því að slá út eitt af stærstu liðum Skandinavíu. Menn frekar súrir er flautað var til leiksloka.Vísir/Hulda Margrét Þetta þýðir að Malmö fer áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Evrópuævintýri Víkinga er hvergi nærri lokið. Liðið fer nú í Sambandsdeild Evrópu þar sem það mætir annað hvort The New Saints frá Wales eða Linfield frá Norður-Írlandi. „Er ánægður með að komast áfram, það skiptir máli“ Miloš Milojević, þjálfari Malmö.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var hörkuleikur og ég vil óska Víkingum til hamingju. Vona að þeim gangi vel í næstu umferð,“ sagði Miloš Milojević, þjálfari Malmö – á íslensku – eftir leik. „Við byrjuðum ekki nægilega vel. Tökum svo yfir leikinn en hleyptum þeim aftur inn, þegar lið sendir svona marga bolta inn á teiginn þá getur hann farið vinstri, hægri og út um allt,“ bætti þjálfarinn við. „Við sínum karakter í þessum leikjum. Ætla ekki að vera hrokafullur en við sköpum okkur örugglega 20-25 færi í leikjunum tveimur en markverðir þeirra áttu báðir frábæra leiki.“ „Við vorum aðeins of flatir og fórum ekki nægilega mikið á bakvið þá í upphafi. Þegar við löguðum það þá komumst við oft einn á einn gegn markmanni en vorum ekki nægilega góðir þar.“ „Er ánægður með að komast áfram, það skiptir máli. Nú er bara næsti leikur.“ „Arnar er búinn að gera frábæra hluti með þá, og allir sem starfa í klúbbnum. Eru á góðri leið með að vera leiðandi lið í íslenskum fótbolta,“ sagði Miloš Milojević að endingu við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Á blaðamannafundi í kjölfarið var Miloš ekki alveg jafn sáttur og hélt áfram að ræða hversu mörg færi hans menn fengu. Hann gaf lítið fyrir það að sæti hans væri heitt og hrósaði Víkingum frekar en að kenna varnarlínu sinni um þau fimm mörk sem Víkingar skoruðu í einvíginu. Að endingu vildi hann ekki staðfesta að Daníel Tristan Guðjohnsen væri á leiðinni í Malmö. „Gefur allri íslensku deildinni mjög mikið“ Pablo Punyed var magnaður í dag.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður bara vel, við erum vel undirbúnir fyrir svona leiki. Við sýndum í þessum tveimur leikjum að við getum spilað á móti stærstu liðum Skandinavíu. Það er geggjað að sjá og sérstaklega fyrir unga leikmenn. Við getum lagað margt en þetta er bara gaman, að spila svona stóra leiki,“ sagði miðjumaðurinn Pablo Punyed eftir leik en hann átti að venju góðan leik á miðsvæði Víkings. „Gefur allri íslensku deildinni mjög mikið. Það eru 2-3 lið sem eru að spila frábæran fótbolta í Bestu deildinni og geta keppt á móti öðrum liðum í Evrópu. Breiðablik sýndi þetta í fyrra og vonandi geta þeir gert það áfram í Sambandsdeildinni í ár. Gefur öllum leikmönnum von, skiptir ekki máli hvaða aldur það er.“ „Við erum bara að hugsa um FH, sem við mætum á laugardag. Við vitum ekkert hver næsti mótherji er í Evrópu. Við erum ánægðir með að hafa sýnt að við getum spilað gegn stórliði eins og Malmö en auðvitað líka smá svekkjand,“ sagði Pablo að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00 Sagði að Malmö þyrfti að einbeita sér að litlu atriðunum og að Ísland væri hans annað heimili Miloš Milojević, þjálfari Malmö, var mættur á sinn gamla heimavöll er hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. 11. júlí 2022 20:30 Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45 Umfjöllun og Viðtöl: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:45 Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. 11. júlí 2022 19:45
Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00
Sagði að Malmö þyrfti að einbeita sér að litlu atriðunum og að Ísland væri hans annað heimili Miloš Milojević, þjálfari Malmö, var mættur á sinn gamla heimavöll er hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. 11. júlí 2022 20:30
Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. 9. júlí 2022 18:45
Umfjöllun og Viðtöl: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:45
Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. 11. júlí 2022 19:45
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti