Sveitarstjóri fái að fara suður aðra hverja viku Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 10:50 Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku þegar verkefnastaða leyfir. Samsett/Aðsent/Vilhelm Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul. Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul.
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03