Fótbolti

Mynda­­syrpa frá gleði ís­­lenska stuðnings­­fólksins í mið­bæ Manchester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessar tvær stelpur voru mættar til Englands til að fylgjast með landsliðinu og klikkuðu ekki á því að mæta í fjörið á stuðningsmannasvæðinu.
Þessar tvær stelpur voru mættar til Englands til að fylgjast með landsliðinu og klikkuðu ekki á því að mæta í fjörið á stuðningsmannasvæðinu. Vísir/Vilhelm

Íslensku stuðningsmennirnir settu mikinn svip á miðbæ Manchester í dag þegar þeir hittust flestir á stuðningsmannasvæði UEFA á Piccadeilly garðinum.

Blái liturinn og góða skapið var alls ráðandi, nær allir í íslenska landsliðsbúningnum og stuðningsmenn okkar ætla að mæta með gleðina að vopni á Academy leikvanginn á eftir.

Boðið var upp á skemmtiatriði, mat og drykkur var til sölu og aðallega fengu íslensku stuðningsmennirnir frábært tækifæri til að þétta raðirnar fyrir „Áfram Ísland“ á eftir.

Íslenski hópurinn ætlar síðan að ganga saman fylltu liði yfir á Academy Stadium þar sem Ísland mætir Belgíu klukkan 16.00 að íslenskum tíma.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var meðal okkar besta stuðningsfólks og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×