Kallar þá sem gengu til liðs við LIV hræsnara og lygara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júlí 2022 14:46 Billy Horschel er ósáttur við þá kylfinga sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Kevin C. Cox/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Billy Horschel virðist ekki hrifinn af þeim kylfingum sem gengu til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina og segir að þeir eigi ekki að fá að spila á DP World Tour eða PGA-mótaröðinni. Ummæli Horschel koma í kjölfarið á því að 16 kylfingar á Evrópumótaröðinni DP World Tour fengu refsingar fyrir að taka þátt í fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar. Refsingarnar fólu í sér sektir og keppnisbann frá þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar, þar á meðal Opna skoska mótinu sem hefst á morgun. Breski kylfingurinn Ian Poulter var meðal þeirra sem hlaut refsingu, en hann hefur hins vegar fengið leyfi til að keppa á Opna skoska eftir að hafa unnið mál gegn Evrópumótaröðinni. „Þeir ákváðu að spila á þessari mótaröð og þeir ættu að halda sig þar,“ sagði Horschel um þá kylfinga sem hlutu refsingu. „Þeir ættu ekki að koma aftur á Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina.“ „Það að segja að þeir hafi viljað styðja Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina í framtíðinni er algjörlega fáránlegt finnst mér. Það er óheppilegt að þeir hafi skilið svona við þetta, en þetta er það sem þeir vildu. Látið okkur í friði í guðanna bænum.“ „Atburðir seinustu vikna hafa farið mikið í taugarnar á mér af því að það er fullt af kylfingum sem eru hræsnarar og lygarar og þeir eru ekki að segja allan sannleikan.“ „Ég get ekki lengur verið diplómatískur lengur eins og ég hef verið hingað til,“ sagði Horschel pirraður að lokum. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ummæli Horschel koma í kjölfarið á því að 16 kylfingar á Evrópumótaröðinni DP World Tour fengu refsingar fyrir að taka þátt í fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar. Refsingarnar fólu í sér sektir og keppnisbann frá þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar, þar á meðal Opna skoska mótinu sem hefst á morgun. Breski kylfingurinn Ian Poulter var meðal þeirra sem hlaut refsingu, en hann hefur hins vegar fengið leyfi til að keppa á Opna skoska eftir að hafa unnið mál gegn Evrópumótaröðinni. „Þeir ákváðu að spila á þessari mótaröð og þeir ættu að halda sig þar,“ sagði Horschel um þá kylfinga sem hlutu refsingu. „Þeir ættu ekki að koma aftur á Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina.“ „Það að segja að þeir hafi viljað styðja Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina í framtíðinni er algjörlega fáránlegt finnst mér. Það er óheppilegt að þeir hafi skilið svona við þetta, en þetta er það sem þeir vildu. Látið okkur í friði í guðanna bænum.“ „Atburðir seinustu vikna hafa farið mikið í taugarnar á mér af því að það er fullt af kylfingum sem eru hræsnarar og lygarar og þeir eru ekki að segja allan sannleikan.“ „Ég get ekki lengur verið diplómatískur lengur eins og ég hef verið hingað til,“ sagði Horschel pirraður að lokum.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira