Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 16:31 Nelson Piquet hefur verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu fyrir ummæli sín um Lewis Hamilton. Vísir/Getty Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. Piquet notaði rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet baðst þó afsökunar á ummælum sínum í gær. BRDC, sem á Silverstone kappakstursbrautina, segist hafa skráð afsökunarbeiðni Piquet hjá sér, en þrátt fyrir það mun hann þurfa að skila meðlimakorti sínu inn að viku liðinni. Another ban has come Nelson Piquet's way...#F1https://t.co/cSxlbAMES7— PlanetF1 (@Planet_F1) June 30, 2022 Piquet er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, en hann stóð uppi sem sigurvegari árin 1981, 1983 og 1987. Ummæli hans um Hamilton hafa valdið miklum usla innan Formúlu 1 og hvert stórnafnið á fætur öðru hefur stigið fram til að fordæma umrædd ummæli. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel var einn af þeim sem lét í sér heyra eftir ummælin og sagði ekkert pláss vera fyrir slíkan hugsunarhátt í samfélaginu. „Hvers kyns mismunun er röng þannig að það var gott að sjá svona mikil viðbrögð frá Formúlu 1 samfélaginu og að fólk skuli hafa lýst yfir stuðningi sínum við Lewis,“ sagði Vettel. „Það á ekki að vera neitt pláss fyrir svona ummæli og við eigum enn langt í land. Við erum komin mun lengra en fyrir nokkrum árum, en það hjálpar ekkert þegar það er enn fólk sem notar óviðeigandi talsmáta.“ Formúla Akstursíþróttir Tengdar fréttir Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Piquet notaði rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet baðst þó afsökunar á ummælum sínum í gær. BRDC, sem á Silverstone kappakstursbrautina, segist hafa skráð afsökunarbeiðni Piquet hjá sér, en þrátt fyrir það mun hann þurfa að skila meðlimakorti sínu inn að viku liðinni. Another ban has come Nelson Piquet's way...#F1https://t.co/cSxlbAMES7— PlanetF1 (@Planet_F1) June 30, 2022 Piquet er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, en hann stóð uppi sem sigurvegari árin 1981, 1983 og 1987. Ummæli hans um Hamilton hafa valdið miklum usla innan Formúlu 1 og hvert stórnafnið á fætur öðru hefur stigið fram til að fordæma umrædd ummæli. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel var einn af þeim sem lét í sér heyra eftir ummælin og sagði ekkert pláss vera fyrir slíkan hugsunarhátt í samfélaginu. „Hvers kyns mismunun er röng þannig að það var gott að sjá svona mikil viðbrögð frá Formúlu 1 samfélaginu og að fólk skuli hafa lýst yfir stuðningi sínum við Lewis,“ sagði Vettel. „Það á ekki að vera neitt pláss fyrir svona ummæli og við eigum enn langt í land. Við erum komin mun lengra en fyrir nokkrum árum, en það hjálpar ekkert þegar það er enn fólk sem notar óviðeigandi talsmáta.“
Formúla Akstursíþróttir Tengdar fréttir Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00
Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30