Fimm dagar í EM: Leit upp til Gerrards en flautæfingarnar hafa engu skilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir í leik á móti Tékkum á SheBelievesCup í febrúar. Getty/Ric Tapia Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hafnfirski miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er næst í röðinni. Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira