Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 18:53 Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar heilsar Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands við upphaf fundar þeirra um NATO aðild Svía í Madrid í dag. AP/Henrik Montgomery Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira