Stjórnleysi á landamærum hafi leitt til dauða flóttafólksins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 18:04 Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó ávarpaði þjóð sína í dag. Getty „Fátækt og örvæning “ leiddi til dauða fimmtíu manns á flótta frá Mið-Ameríku, að sögn forseta Mexíkó. Fólkið fannst yfirgefið í vöruflutningabíl í Texas en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina, þar af fjögur börn. Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, kennir mansali og „stjórnleysi á landamærum Bandaríkjanna“ um dauða flóttfólksins en aldrei hafa fleiri látist við landamæri Bandaríkjanna. Þeir látnu eru ýmist frá Mexíkó, Gvatemala og Hondúras en unnið er að því að greina þjóðerni allra látinna. Þeir sem komust lífs af voru mjög heitir viðkomu og illa á sig komnir vegna ofþornunar og fluttir umsvifalaust á spítala. Þrír eru í haldi lögreglu vegna málsins. Forsetinn, Lopez Obrador, kallar atvikið skelfilegan harmleik og heitir því að koma eftirlifendum aftur til síns heima. Þessi og fleiri dauðsföll flóttafólks séu afleiðing fátæktar og örvæntingar sem hefur gripið um sig í Mið-Ameríku. „Þetta gerist líka vegna mansals og stjórnleysis á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna en einnig stjórnleysis á innviðum Bandaríkjanna.“ Bandarísk yfirvöld sendu jafnframt frá sér yfirlýsingu og segja dauðsföllin harmþrungin. Flóttafólkið fannst í útjaðri San Antonio borgar, sem er um 250 kílómetra frá landamærunum. Mansalsmenn eru sagðir nota vöruflutningabifreiðar til að ferja fólk eftir að það hefur komist yfir landamærin til Bandaríkjanna. Mexíkó Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, kennir mansali og „stjórnleysi á landamærum Bandaríkjanna“ um dauða flóttfólksins en aldrei hafa fleiri látist við landamæri Bandaríkjanna. Þeir látnu eru ýmist frá Mexíkó, Gvatemala og Hondúras en unnið er að því að greina þjóðerni allra látinna. Þeir sem komust lífs af voru mjög heitir viðkomu og illa á sig komnir vegna ofþornunar og fluttir umsvifalaust á spítala. Þrír eru í haldi lögreglu vegna málsins. Forsetinn, Lopez Obrador, kallar atvikið skelfilegan harmleik og heitir því að koma eftirlifendum aftur til síns heima. Þessi og fleiri dauðsföll flóttafólks séu afleiðing fátæktar og örvæntingar sem hefur gripið um sig í Mið-Ameríku. „Þetta gerist líka vegna mansals og stjórnleysis á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna en einnig stjórnleysis á innviðum Bandaríkjanna.“ Bandarísk yfirvöld sendu jafnframt frá sér yfirlýsingu og segja dauðsföllin harmþrungin. Flóttafólkið fannst í útjaðri San Antonio borgar, sem er um 250 kílómetra frá landamærunum. Mansalsmenn eru sagðir nota vöruflutningabifreiðar til að ferja fólk eftir að það hefur komist yfir landamærin til Bandaríkjanna.
Mexíkó Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28. júní 2022 07:11