Ráðleggur Lewis Hamilton að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 10:01 Lewis Hamilton hefur verið í basli með bílinn á þessu tímabili og er ekki nálægt efstu mönnum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. EPA-EFE/ANDRE PICHETTE Goðsögn úr formúlunni, þrefaldi heimsmeistarinn Jackie Stewart, er á því að landi hans Lewis Hamilton eigi bara að segja þetta gott og það sé best að hann hætti að keppa í formúlu eitt. Stewart er nú 83 ára gamall en hann vann þrjá heimsmeistaratitla í formúlu eitt frá 1969 til 1973. Goðsögnin sagði það synd að Hamilton sé ekki þegar hættur en Stewart telur það nauðsynlegt fyrir Hamilton til að varðveita arfleifð sína. Lewis Hamilton hefur unnið sjö heimsmeistaratitla á ferlinum eða jafnmarga og Michael Schumacher vann á sínum tíma. 'I think it s time for him to resign. He s got music, he s got culture, he loves clothing and the rag trade would be absolutely suitable for him'Sir Jackie Stewart urges Lewis Hamilton to retire from F1 | @tomcary_tel https://t.co/bcrrDS1VIY— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 23, 2022 Hann var grátlega nálægt því að vinna þann áttunda á síðasta tímabili en missti heimsmeistarann Max Verstappen fram úr sér í lok síðasta mótsins undir mjög umdeildum kringumstæðum. Það hefur hins vegar ekkert gengið hjá Hamilton á þessu tímabili en hann er 34 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell og heilum 98 stigum á eftir Verstappen sem er efstur. „Hann er í smá vandræðum af því að hann er kominn með nýjan liðsfélaga sem er hefur verið fljótari en hann í tímatökunni á þessu ári sem er erfitt fyrir hann að sætta sig við,“ sagði Jackie Stewart. „Ég held að það sé kominn tíma fyrir hann að hætta. Hann er með tónlistina, elskar föt, og er með fatalínu en sá heimur ætti að henta honum vel. Ég er viss um að hann nær góðum árangri þar,“ sagði Stewart. „Lewis er kominn í hóp með köppum eins og Ayrton Sennas, Alain Prost og jafnvel Jackie Stewart líka. Hann fór fyrir sportinu í langan tíma og gerði það vel. Það er synd að hann hætti ekki á toppnum en það gerist ekki úr þessu. Það er samt betra fyrir hann að segja þetta gott núna í stað þess að upplifa sársaukann að ná ekki að gera það sem hann gerði áður,“ sagði Stewart. Það hefur þó ekki verið neinn uppgjafartónn í Lewis Hamilton þrátt fyrir slakt gengi og hann komst á verðlaunapalli í síðasta kappakstri. Formúla Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Stewart er nú 83 ára gamall en hann vann þrjá heimsmeistaratitla í formúlu eitt frá 1969 til 1973. Goðsögnin sagði það synd að Hamilton sé ekki þegar hættur en Stewart telur það nauðsynlegt fyrir Hamilton til að varðveita arfleifð sína. Lewis Hamilton hefur unnið sjö heimsmeistaratitla á ferlinum eða jafnmarga og Michael Schumacher vann á sínum tíma. 'I think it s time for him to resign. He s got music, he s got culture, he loves clothing and the rag trade would be absolutely suitable for him'Sir Jackie Stewart urges Lewis Hamilton to retire from F1 | @tomcary_tel https://t.co/bcrrDS1VIY— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 23, 2022 Hann var grátlega nálægt því að vinna þann áttunda á síðasta tímabili en missti heimsmeistarann Max Verstappen fram úr sér í lok síðasta mótsins undir mjög umdeildum kringumstæðum. Það hefur hins vegar ekkert gengið hjá Hamilton á þessu tímabili en hann er 34 stigum á eftir liðsfélaga sínum George Russell og heilum 98 stigum á eftir Verstappen sem er efstur. „Hann er í smá vandræðum af því að hann er kominn með nýjan liðsfélaga sem er hefur verið fljótari en hann í tímatökunni á þessu ári sem er erfitt fyrir hann að sætta sig við,“ sagði Jackie Stewart. „Ég held að það sé kominn tíma fyrir hann að hætta. Hann er með tónlistina, elskar föt, og er með fatalínu en sá heimur ætti að henta honum vel. Ég er viss um að hann nær góðum árangri þar,“ sagði Stewart. „Lewis er kominn í hóp með köppum eins og Ayrton Sennas, Alain Prost og jafnvel Jackie Stewart líka. Hann fór fyrir sportinu í langan tíma og gerði það vel. Það er synd að hann hætti ekki á toppnum en það gerist ekki úr þessu. Það er samt betra fyrir hann að segja þetta gott núna í stað þess að upplifa sársaukann að ná ekki að gera það sem hann gerði áður,“ sagði Stewart. Það hefur þó ekki verið neinn uppgjafartónn í Lewis Hamilton þrátt fyrir slakt gengi og hann komst á verðlaunapalli í síðasta kappakstri.
Formúla Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira