Innlent

Fimm­tán mánuðir fyrir innflutning á sterku kókaíni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag.  Vísir/Vilhelm

Mexíkóskur ríkisborgari var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en maðurinn smyglaði inn til landsins kílói af sterku kókaíni. 

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag en maðurinn játaði skýlaust brot sín. Fíkniefnin flutti maðurinn með flugi frá París til Keflavíkur. Maðurinn hélt því fram að fyrst hafi staðið til að hann myndi flytja peninga til landsins en það hafi breyst á síðustu stundu og farið fram á við hann að hann myndi flytja fíkniefni til Íslands. Var hliðsjón höfð af því við ákvörðun refsingar.

Styrkur kókaínsins var mikill eða um 83 prósent en vísað var til þess í dómnum miðgildi styrkleika kókaíns í Danmörku væri 57 prósent.

Ákæruvaldið taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játningin mannsins væri sannleikanum samkvæm en maðurinn hafði ekki áður hlotið refsingu hér á landi. Var honum því gert að sæta fangelsisrefsingu í fimmtán mánuði. 

Lesa má dóminn í heild sinni á vef héraðsdómstólanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×