Fótbolti

Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM

Sindri Sverrisson skrifar
Íslendingar munu fagna sigri í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM ef marka má spá sérfræðinga Bestu markanna.
Íslendingar munu fagna sigri í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM ef marka má spá sérfræðinga Bestu markanna. vísir/hulda margrét

Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí.

Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og er ljóst að Frakkar eru sigurstranglegastir enda í þriðja sæti heimslistans. Tvö lið komast upp úr riðlinum og áfram í átta liða úrslit.

Í sérstakri EM-útgáfu Bestu markanna spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðinga sína hverju þeir spáðu um árangur Íslands í riðlinum og voru allir sammála um að Ísland færi upp úr riðlinum. Það hefur Íslandi einu sinni áður tekist, á EM 2013 þegar liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum.

Klippa: Bestu mörkin - Spáin fyrir EM

„Þetta er 1-1-X. Sjö stig,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um leiki Íslands í riðlinum, og spáði þar með sigri gegn Belgíu 10. júlí og gegn Ítalíu 14. júlí, en jafntefli við Frakkland 18. júlí.

Harpa dró reyndar aðeins í land þegar Helena náði í penna til að skrá hjá sér spána:

„Jákvætt karma er uppleggið. Ég er ekki í þessu til að vinna keppnina. Ég vil að það sé skráð niður,“ sagði Harpa hlæjandi.

„Við vinnum fyrstu tvo og töpum á móti Frakklandi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir.

„Ég ætla að herma eftir Hörpu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sannfærð líkt og Harpa um að Ísland tapi ekki leik í riðlakeppninni á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×