Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 08:01 Það verður vel fagnað ef að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur þeirra í landsliðinu komasta áfram úr sínum riðli á EM. Því myndi einnig fylgja aukið verðlaunafé. vísir/Hulda Margrét Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira