Vilja fleiri frá París og nágrenni í lið sitt á næstu árum Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2022 07:01 Nasser Al-Khelaifi vill breyta um kúrs hjá PSG. Vísir/Getty Forráðamenn Paris Saint-Germain hyggjast breyta um stefnu sína í leikmannakaupum á komandi keppnistímabilum en félagið þokast í átt að samkomulagi við Christophe Galtier, þjálfara Nice, um taka við liðinu af Mauricio Pohettino sem látinn var taka pokann sinn á dögunum. Galtier, sem er 55 ára gamalll, gerði Lille að frönskum meisturum vorið 2021 og tók svo við stjórnartaumunum hjá Nice sem hafnaði í fimmta sæti frönsku efstu deildarinnar undir hans stjórn á nýlokinni leiktíð. Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir félagið hafa hug á því að stilla upp liði með eingöngu leikmönnum frá Parísarsvæðinu í náinni framtíð. „Við viljum hafa í okkar röðum leikmenn sem elska félagið og hafa brennandi ástríðu fyrir PSG. Við leitum að leikmönnum sem elska að berjast og vinna," segir Khelaifi. „Þýðir þetta að tími stórstjarna með stjörnuljóma sé liðinn. Ekkert endilega. Neymar er skýrt dæmi um svokallaðan bling-bling leikmann. Ég er ekki að útiloka að Neymar og aðrar stjörnu liðsins eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu en þeir verða að leggja mun meira að mörkum en þeir gerðu á síðasta tímabili," segir forsetinn og sendir skýr skilaboð til leikmanna sinna. „Það verða breytingar á leikmannahópi liðsins í sumar og á næstu misserum. Þeir leikmenn sem eru ekki að að róa í sömu átt og tilbúnir að leggja allt í sölurnar mega fara. Markmið mitt er að mynda lið skipað leikmönnum frá París. Það eru fjölmargir einkar hæfileikaríkir leikmenn frá Parísarsvæðinu og bestu leikmenn borgarinnar og nágrenni hennar verðskulda það að spila með PSG. Þetta mun taka tíma en þetta er það sem við stefnum að," segir Khelaifi sem skipti um yfirmann knattspyrnumála nýverið. Luis Campos, sem sinnt hefur sama starfi hjá Mónakó og Lille tók við af Leonardo. Franski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Galtier, sem er 55 ára gamalll, gerði Lille að frönskum meisturum vorið 2021 og tók svo við stjórnartaumunum hjá Nice sem hafnaði í fimmta sæti frönsku efstu deildarinnar undir hans stjórn á nýlokinni leiktíð. Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir félagið hafa hug á því að stilla upp liði með eingöngu leikmönnum frá Parísarsvæðinu í náinni framtíð. „Við viljum hafa í okkar röðum leikmenn sem elska félagið og hafa brennandi ástríðu fyrir PSG. Við leitum að leikmönnum sem elska að berjast og vinna," segir Khelaifi. „Þýðir þetta að tími stórstjarna með stjörnuljóma sé liðinn. Ekkert endilega. Neymar er skýrt dæmi um svokallaðan bling-bling leikmann. Ég er ekki að útiloka að Neymar og aðrar stjörnu liðsins eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu en þeir verða að leggja mun meira að mörkum en þeir gerðu á síðasta tímabili," segir forsetinn og sendir skýr skilaboð til leikmanna sinna. „Það verða breytingar á leikmannahópi liðsins í sumar og á næstu misserum. Þeir leikmenn sem eru ekki að að róa í sömu átt og tilbúnir að leggja allt í sölurnar mega fara. Markmið mitt er að mynda lið skipað leikmönnum frá París. Það eru fjölmargir einkar hæfileikaríkir leikmenn frá Parísarsvæðinu og bestu leikmenn borgarinnar og nágrenni hennar verðskulda það að spila með PSG. Þetta mun taka tíma en þetta er það sem við stefnum að," segir Khelaifi sem skipti um yfirmann knattspyrnumála nýverið. Luis Campos, sem sinnt hefur sama starfi hjá Mónakó og Lille tók við af Leonardo.
Franski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira