Pablo Punyed: Betri á pappír en allt getur gerst í fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. júní 2022 21:48 Pablo Punyed fagnar einu marka Víkings í leiknum með liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Víkingur kjöldróg Levadia frá Tallinn í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld. Pablo Punyed stjórnaði miðjunni og leik sinna manna af einstakri list, lagði upp tvö mörk og var einn af mönnum leiksins. Beðið hafði verið með ákveðinni eftirvæntingu eftir leiknum en Arnar Gunnlaugsson hafði talað um að Levadia væri besta liðið í þessu móti. Áhyggjurnar, ef einhverjar voru, reyndust óþarfi því leikurinn endaði 6-1 fyrir Víkinga. Pablo Punyed var spurður að því hvort lausn verkefnisins hafi verið auðveldari en menn bjuggust við. „Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum á því að fá víti á okkur og lenda 1-0 undir en við sýndum geggjaðan karakter í því að koma til baka og íslensku aðstæðurnar hjálpuðu okkur í dag. Mikil rigning og rok en frábær leikur hjá okkur í dag.“ Pablo var þá spurður að því hvað Víkingur var að gera rétt í leiknum í dag. „Það var pressan og augnablikin sem pressan skapaði. Við pressuðum og pressuðum og þegar við vorum með boltann þá vorum við að skapa færi. Svo erum við með menn innanborðs sem hafa x-faktorinn eins og Kristal Mána, Erling og Niko. Þeir gerðu vel frammi og það var frábært að fá þessa menn í gang.“ Fann ekki fyrir meiðslum í þessum leik Pablo var tekinn út af í leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð og var hann spurður að því hvernig standið væri á honum en hann átti mjög góðan leik í dag. „Ég var ekki meiddur. Ég fann fyrir einhverju aftan í lærinu og vildi ekki taka sénsinn vitandi af þessum leik þannig að það var ákveðið að taka mig út af í Vestmannaeyjum. Ég var fínn í dag og stefni að því að spila á föstudaginn.“ Að lokum var spurt út í viðureignina á föstudaginn en InterEscaldes bíða Víkinga í úrslitaleiknum um að spila við Malmö í Meistaradeildinni og eru þeir sýnd veiði en ekki gefin að margra mati. „Já á pappírnum þá erum við betri en allt getur gerst í fótboltanum. Við viljum vera faglegir og við vitum að liðið frá Andorra og hægja á tempóinu og við þurfum að vera Víkingur og spila okkar leik. Við höfum gæðin til að klára leikinn en við verðum að taka eitt þrep í einu og komast í okkar takt og klára leikinn á föstudaginn.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Beðið hafði verið með ákveðinni eftirvæntingu eftir leiknum en Arnar Gunnlaugsson hafði talað um að Levadia væri besta liðið í þessu móti. Áhyggjurnar, ef einhverjar voru, reyndust óþarfi því leikurinn endaði 6-1 fyrir Víkinga. Pablo Punyed var spurður að því hvort lausn verkefnisins hafi verið auðveldari en menn bjuggust við. „Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum á því að fá víti á okkur og lenda 1-0 undir en við sýndum geggjaðan karakter í því að koma til baka og íslensku aðstæðurnar hjálpuðu okkur í dag. Mikil rigning og rok en frábær leikur hjá okkur í dag.“ Pablo var þá spurður að því hvað Víkingur var að gera rétt í leiknum í dag. „Það var pressan og augnablikin sem pressan skapaði. Við pressuðum og pressuðum og þegar við vorum með boltann þá vorum við að skapa færi. Svo erum við með menn innanborðs sem hafa x-faktorinn eins og Kristal Mána, Erling og Niko. Þeir gerðu vel frammi og það var frábært að fá þessa menn í gang.“ Fann ekki fyrir meiðslum í þessum leik Pablo var tekinn út af í leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð og var hann spurður að því hvernig standið væri á honum en hann átti mjög góðan leik í dag. „Ég var ekki meiddur. Ég fann fyrir einhverju aftan í lærinu og vildi ekki taka sénsinn vitandi af þessum leik þannig að það var ákveðið að taka mig út af í Vestmannaeyjum. Ég var fínn í dag og stefni að því að spila á föstudaginn.“ Að lokum var spurt út í viðureignina á föstudaginn en InterEscaldes bíða Víkinga í úrslitaleiknum um að spila við Malmö í Meistaradeildinni og eru þeir sýnd veiði en ekki gefin að margra mati. „Já á pappírnum þá erum við betri en allt getur gerst í fótboltanum. Við viljum vera faglegir og við vitum að liðið frá Andorra og hægja á tempóinu og við þurfum að vera Víkingur og spila okkar leik. Við höfum gæðin til að klára leikinn en við verðum að taka eitt þrep í einu og komast í okkar takt og klára leikinn á föstudaginn.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira