Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2022 09:08 Fjaðrárgljúfur hefur notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna undanfarin ár. UNSPLASH/MARTIN SANCHEZ Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu þar sem segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafi gert með sér samkomulag sem kveður á um að ráðuneytið falli frá forkaupsrétti jarðarinnar nú, en að kaupandinn lýsi sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu. Í tilkynningunni segir ennfremur að í apríl hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var efstir afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölunnar á Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ráðuneytið mat það svo að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Það á að gera með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda þannig að vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging verði sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda. Þá segir að innheimta gjalda skuli ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta renni til uppbyggingar Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningu vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra að það sé ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrárgljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta þess að heimsækja. Áfram forkaupsréttur Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta. Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það og tók þar upp tónlistarmyndband. Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu þar sem segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafi gert með sér samkomulag sem kveður á um að ráðuneytið falli frá forkaupsrétti jarðarinnar nú, en að kaupandinn lýsi sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu. Í tilkynningunni segir ennfremur að í apríl hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var efstir afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölunnar á Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ráðuneytið mat það svo að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Það á að gera með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda þannig að vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging verði sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda. Þá segir að innheimta gjalda skuli ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta renni til uppbyggingar Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningu vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra að það sé ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrárgljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta þess að heimsækja. Áfram forkaupsréttur Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta. Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það og tók þar upp tónlistarmyndband. Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52
Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56
Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17