25 hjúkrunarfræðingar hætt eða sagt upp störfum á bráðamóttöku Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 07:28 Landspítalinn hefur lengi glímt við mönnunarvanda. Vísir/Vilhelm Alls hafa 25 hjúkrunarfræðingar hætt störfum eða sagt upp á bráðamóttöku Landspítalans á þessu ári. Þar af hafa þrettán þegar hætt störfum og nokkrir lækkað starfshlutfall sitt en tólf til viðbótar hafa sagt upp á allra síðustu vikum. Þetta kemur fram í svari Helgu Rósu Másdóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku spítalans, við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið í dag. Þar segir að níu uppsagnir taki gildi 1. september og þrjár 1. október. Að sögn Helgu Rósu voru 85,7 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni mönnuð þann 1. janúar en í maí hafi talan verið komin niður í 68,5. Mönnunarlíkan Landspítalans gerir ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðina á bráðamóttökunni. Ítrekað varað við stöðunni Greint var frá því í lok maí að fjórir hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku á einum degi og vísað til álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, sagði þá að það væri sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og hann kvíði því að fleiri fái nóg. Álagið á bráðamóttöku hefur verið erfitt um nokkurt skeið og hefur Landspítali ítrekað varað við stöðunni. „Álagið hefur stigmagnast. Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp og það er bara algjört ráðaleysi í gangi virðist vera, eða þá að hlutirnir ganga svona hægt,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu skömmu eftir að hún skilaði inn uppsögn sinni. Síðasta stráið var að hennar sögn þegar hátt í hundrað sjúklingar voru á bráðamóttökunni kvöldið áður, þar af um þrjátíu innlagðir, og hún þurft að horfa upp á bráðveikt fólk bíða klukkutímum saman. „Fólk kemur heim og er með logandi samviskubit yfir vaktinni og það hefur áhrif á okkar líf og okkar nánustu líka. Þannig þá verður maður bara að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Soffía. Heilbrigðisráðuneytið hefur myndað nýtt viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu til að rýna í stöðuna. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Helgu Rósu Másdóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku spítalans, við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið í dag. Þar segir að níu uppsagnir taki gildi 1. september og þrjár 1. október. Að sögn Helgu Rósu voru 85,7 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni mönnuð þann 1. janúar en í maí hafi talan verið komin niður í 68,5. Mönnunarlíkan Landspítalans gerir ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðina á bráðamóttökunni. Ítrekað varað við stöðunni Greint var frá því í lok maí að fjórir hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku á einum degi og vísað til álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, sagði þá að það væri sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og hann kvíði því að fleiri fái nóg. Álagið á bráðamóttöku hefur verið erfitt um nokkurt skeið og hefur Landspítali ítrekað varað við stöðunni. „Álagið hefur stigmagnast. Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp og það er bara algjört ráðaleysi í gangi virðist vera, eða þá að hlutirnir ganga svona hægt,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu skömmu eftir að hún skilaði inn uppsögn sinni. Síðasta stráið var að hennar sögn þegar hátt í hundrað sjúklingar voru á bráðamóttökunni kvöldið áður, þar af um þrjátíu innlagðir, og hún þurft að horfa upp á bráðveikt fólk bíða klukkutímum saman. „Fólk kemur heim og er með logandi samviskubit yfir vaktinni og það hefur áhrif á okkar líf og okkar nánustu líka. Þannig þá verður maður bara að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Soffía. Heilbrigðisráðuneytið hefur myndað nýtt viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu til að rýna í stöðuna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36
Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26
Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14