Myndir: Öllavöllur vígður við hátíðlega athöfn í Reykjanesbæ í minningu Örlygs Sturlusonar Atli Arason skrifar 17. júní 2022 21:45 Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, klippir á borða til að opna Öllavöll. Með henni eru Elvar Sturluson, bróðir Ölla, og dætur Elvars, þær Jana María og Andrea Vigdís. Vísir/Atli Arason Öllavöllur var formlega vígður klukkan 18 í dag við Fjörheima í Reykjanesbæ. Völlurinn er hinn glæsilegasti með allri nýjustu tækni og ætlaður öllum sem vilja spila og æfa sig í körfubolta. Öllavöllur er byggður til að heiðra minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram í janúar árið 2000. Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson
Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira