Sport

Dagskrá í dag: Besta-deildin, golf, rafíþróttir og úrslit í NBA

Atli Arason skrifar
Tekst Marcus Smart og liðsfélögum hans í Boston Celtics að stöðva Stephen Curry og Golden State Warrios að landa NBA titlinum?
Tekst Marcus Smart og liðsfélögum hans í Boston Celtics að stöðva Stephen Curry og Golden State Warrios að landa NBA titlinum?

Fjórir leikir í Bestu-deildinni, þrjú golfmót, úrslitaleikur í NBA og rafíþróttir eru á meðal þeirra útsendinga sem fylla sport rásir Stöðvar 2 frá morgni til kvölds í dag.

Stöð 2 eSport

Upphitun á öðrum degi BLAST Premier í CS:GO hefst klukkan 08.40.

Klukkan 09.00 mætast taplið í hópi 1, paiN og Vitality, í beinni útsendingu.

Sigurliðin í hópi 1, FaZe og G2 Esports, heyja stríð á slaginu 12.00.

Klukkan 15.00 munu tapliðin úr hópi 2, Na‘Vi og BIG, leika gegn hvort öðru.

Sigurliðin í hópi 2, OG Esports og ENCE, klára svo daginn með viðureign klukkan 18.00.

Stöð 2 Golf

US Open hefst stundvísislega klukkan 15.00.

Stöð 2 BD

Það eru tveir leikir sýndir í beinni vefútsendingu úr Bestu-deild karla. 

Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 19.10.

Á sama tíma fer fram leikur Keflavíkur og Stjörnunnar.

Stöð 2 Sport

Stórleikur Vals og Breiðabliks er í beinni útsendingu klukkan 20.00.

Stúkan gerir svo upp alla 9. umferð úr Bestu-deildinni frá klukkan 22.15.

Stöð 2 Sport 2

Sýnt verður frá Meijer LPGA Classic golf mótinu klukkan 19.00.

Leikur sex í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors er í nótt. Upphitun fyrir leikinn byrjar klukkan 00.30.

Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 01.00. Golden State leiðir einvígið 3-2 og verður NBA meistari með sigri í nótt.

Stöð 2 Sport 4

Aramco Team Series í LET mótaröðinni hefur göngu sína klukkan 13.00.

Klukkan 17.50 mætast KA og Fram fyrir norðan í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×