Breiðablik vildi áfrýja leikbanni Omar Sowe: Beiðninni hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 11:00 Omar Sowe var úrskurðaður í tveggja leikja bann. vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, óskaði eftir að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í máli Omar Sowe. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku af atviki sem átti sér stað í leik Leiknis Reykjavíkur og Breiðabliks. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira