Ferrari bílarnir féllu báðir úr leik og heimsmeistarinn kom fyrstur í mark Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 12:44 Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Perez komu fyrstir í mark. Peter Fox/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem haldinn var í Bakú í dag. Næstur kom liðsfélagi hans, Sergio Perez, en bæði Charles Leclerc og Carlos Sainz á Ferrari þurftu að draga sig úr keppni. Það var þó Leclerc sem hóf keppni á ráspól. Strax í ræsingunni missti hann Perez fram úr sér og eftir að hafa farið inn á þjónustusvæði voru báðir Red Bull bílarnir komnir fram úr honum. Strax á níunda hring byrjuðu vandræðin fyrir Ferrari-liðið, en þá varð bilun í bremsubúnaði Carlos Sainz og hann þurfti því að draga sig úr keppni. Aðeins ellefu hringjum síðar bættist grátt ofan á svart þegar vélarbilun varð í bíl Charles Leclerc og báðir Ferrari bílarnir því úr leik eftir aðeins tuttugu hringi. LAP 20/51Plumes of smoke coming out of Leclerc's car Looks like his engine has blown. He's out! 😖#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/Ub4ihbtV0m— Formula 1 (@F1) June 12, 2022 Það sem eftir var gátu liðsmenn Red Bull því keyrt nokkuð örugglega og klárað hringina sem eftir voru. Max Verstappen sigraði að lokum keppnina og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kom annar í mark. Liðsfélagarnir á Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell, komu þar á eftir. Eftir keppni dagsins er Max Verstappen efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna með 150 stig og næstur kemur Perez með 129. Charles Leclerc kemur svo þriðji með 110 stig. Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það var þó Leclerc sem hóf keppni á ráspól. Strax í ræsingunni missti hann Perez fram úr sér og eftir að hafa farið inn á þjónustusvæði voru báðir Red Bull bílarnir komnir fram úr honum. Strax á níunda hring byrjuðu vandræðin fyrir Ferrari-liðið, en þá varð bilun í bremsubúnaði Carlos Sainz og hann þurfti því að draga sig úr keppni. Aðeins ellefu hringjum síðar bættist grátt ofan á svart þegar vélarbilun varð í bíl Charles Leclerc og báðir Ferrari bílarnir því úr leik eftir aðeins tuttugu hringi. LAP 20/51Plumes of smoke coming out of Leclerc's car Looks like his engine has blown. He's out! 😖#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/Ub4ihbtV0m— Formula 1 (@F1) June 12, 2022 Það sem eftir var gátu liðsmenn Red Bull því keyrt nokkuð örugglega og klárað hringina sem eftir voru. Max Verstappen sigraði að lokum keppnina og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kom annar í mark. Liðsfélagarnir á Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell, komu þar á eftir. Eftir keppni dagsins er Max Verstappen efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna með 150 stig og næstur kemur Perez með 129. Charles Leclerc kemur svo þriðji með 110 stig.
Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira