Toto kemur Hamilton til varnar: „Hefur verið að prófa nýja parta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:31 Lewis Hamilton og Toto Wolff. Clive Mason/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, hefur komið sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton til varnar eftir að ökuþórinn var hægari en liðsfélagi sinn, George Russel, í tímatökum þriðju keppnina í röð. Hamilton mun ræsa sjöundi í Bakú síðar í dag, tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum. Hamilton var 0,212 sekúndum hægari en Russel í tímatökunum í gær. Þetta er nú þriðja keppnin í röð þar sem heimsmeistarinn sjöfaldi er hægari en liðsfélagi sinn í tímatökum og þegar horft er yfir allt keppnistímabilið er þetta í fimmta skiptið sem hann ræsir fyrir aftan hinn Mercedes bílinn. Toto Wolff hefur þó komið Hamilton til varnar og segir ástæðuna fyrir því að hann var hægari en liðsfélagi sinn í gær hafi verið nýir partar bílsins. „Lewis [Hamilton] er bæuinn að vera að prófa frekar tilraunakennda parta á bílnum sínum og í gær var hann með öðruvísi gólf í bílnum sem virkaði ekki,“ sagði Wolff. Þrátt fyrir að Hamilton hafi nú verið hægari en Russel í tímatökum á Spáni, í Mónakó og nú Bakú, þá segir Wolff enn of snemmt að greina einhverskonar mynstur. „Ég er mjög nálægt þessu og sé að á einni æfingunni er annar þeirra hraðari og á þeirri næstu er tekur hinn við. Af því að bíllinn er svo nákvæmur þá máttu ekki stíga eitt feilspor þegar kemur að tilraunum á bílnum. Ef þú gerir það þá myndast strax 0,2-0,3 sekúndna bil á milli þeirra.“ „En við þurfum að gera þessar tilraunir til að læra á bílinn og hvernig við keyrum hann. Í seinustu þrem keppnum hafa þessar tilraunir klikkað hjá Hamilton, en ekki hjá Russel,“ sagði Wolff að lokum. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton mun ræsa sjöundi í Bakú síðar í dag, tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum. Hamilton var 0,212 sekúndum hægari en Russel í tímatökunum í gær. Þetta er nú þriðja keppnin í röð þar sem heimsmeistarinn sjöfaldi er hægari en liðsfélagi sinn í tímatökum og þegar horft er yfir allt keppnistímabilið er þetta í fimmta skiptið sem hann ræsir fyrir aftan hinn Mercedes bílinn. Toto Wolff hefur þó komið Hamilton til varnar og segir ástæðuna fyrir því að hann var hægari en liðsfélagi sinn í gær hafi verið nýir partar bílsins. „Lewis [Hamilton] er bæuinn að vera að prófa frekar tilraunakennda parta á bílnum sínum og í gær var hann með öðruvísi gólf í bílnum sem virkaði ekki,“ sagði Wolff. Þrátt fyrir að Hamilton hafi nú verið hægari en Russel í tímatökum á Spáni, í Mónakó og nú Bakú, þá segir Wolff enn of snemmt að greina einhverskonar mynstur. „Ég er mjög nálægt þessu og sé að á einni æfingunni er annar þeirra hraðari og á þeirri næstu er tekur hinn við. Af því að bíllinn er svo nákvæmur þá máttu ekki stíga eitt feilspor þegar kemur að tilraunum á bílnum. Ef þú gerir það þá myndast strax 0,2-0,3 sekúndna bil á milli þeirra.“ „En við þurfum að gera þessar tilraunir til að læra á bílinn og hvernig við keyrum hann. Í seinustu þrem keppnum hafa þessar tilraunir klikkað hjá Hamilton, en ekki hjá Russel,“ sagði Wolff að lokum.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira