Erlent

Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs

Heimir Már Pétursson skrifar
Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu. Ukrainian Presidential Press Office via AP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði.

Þeir hafi haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og loftárásum á fjölda borga og bæja undanfarnar vikur.

Sömuleiðis er hart barist á götum úti í borginni Sivirodonetsk.

Selenskí segir örlög þessarra borga stefna í að verða þau sömu og Mariupol. Þar óttast menn nú útbreiðslu kóleru þar sem allir innviðir borgarinnar og þar með vatnsból og lagnir eru í rúst.

Þar af leiðandi hefur skólp blandast við drykkjarvatn sem er ávísun á kólerufaraldur.

Forsetinn ávarpaði breska háskólastúdenta í gærkvöldi og bar mikið lof á náið bandalag Breta og Pólverja með Úkraínu í stríðinu við Rússa. Sameiginlega myndu þessi ríki vinna sigur. Hann ylti hins vegar á vopnasendingum frá Vesturlöndum.

Rússar hafa yfirhöndina í Donbas þessa dagana þar sem hersveitir þeirra eru búnar miklum fjölda fjölodda langdrægra eldflauga, tíu til fimmtán sinnum fleiri en Úkraínumenn.

Þeir bíða enn eftir slíkum vopnum sem Bandaríkjamenn hafa lofað þeim. Þá skortir Úkraínumenn hreinlega skotfæri þessa dagana og hrópa eftir auknum vopnasendiingum frá Vesturlöndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×