Leggja til að rannsóknarnefnd verði stofnuð til að rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 22:10 Fréttaflutningur af illri meðferð vistfólks á Arnarholti var meðal þess sem hvatti alþingi til að stofna nefnd um rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda . Vísir/Vilhelm Nefnd sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í dag. Nefndin leggur til að sérstök rannsóknarnefnd verði stofnum um málið. Í skýrslu nefndarinnar segir að þótt rannsókn á málinu sé ætlað að leggja sérstaka áherslu á nýliðin ár þá telji nefndin mikilvægt að skoðaður verði aðbúnaður og meðferð fatlaðs fólks aftur í tímann. Sterkar vísbendingar séu um að sá hópur hafi sætt illri meðferð á stofnunum á árum áður og mikilvægt sé að slíkt sé dregið fram í dagsljósið. Fréttaflutningur af illri meðferð vistfólks á Arnarholti á áttunda áratugnum undirstriki mikilvægi þess að slík skoðun fari fram og úttekt á aðstæðum barna á Kópavogshæli hafi leitt í ljós að þar hafi fullorðnir einstaklingar orðið fyrir ofbeldi og sætt illri meðferð. Katrín Jaboksdóttir forsætisráðherra sagði í dag, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins, að ljóst sé að víða hafi pottur verið brotinn í meðferð hópsins. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Skýrslu nefndarinnar má lesa hér. Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Vistheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Í skýrslu nefndarinnar segir að þótt rannsókn á málinu sé ætlað að leggja sérstaka áherslu á nýliðin ár þá telji nefndin mikilvægt að skoðaður verði aðbúnaður og meðferð fatlaðs fólks aftur í tímann. Sterkar vísbendingar séu um að sá hópur hafi sætt illri meðferð á stofnunum á árum áður og mikilvægt sé að slíkt sé dregið fram í dagsljósið. Fréttaflutningur af illri meðferð vistfólks á Arnarholti á áttunda áratugnum undirstriki mikilvægi þess að slík skoðun fari fram og úttekt á aðstæðum barna á Kópavogshæli hafi leitt í ljós að þar hafi fullorðnir einstaklingar orðið fyrir ofbeldi og sætt illri meðferð. Katrín Jaboksdóttir forsætisráðherra sagði í dag, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins, að ljóst sé að víða hafi pottur verið brotinn í meðferð hópsins. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Skýrslu nefndarinnar má lesa hér.
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Vistheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira