Mickelson til liðs við Sádi-arabísku ofurdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 17:01 Phil Mickelson hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Phil Mickelson mun spila á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu og er talin einkar umdeild. Mickelson tók þátt í stofnun LIV-mótaraðarinnar en eftir að láta umdeild ummæli falla fyrr á þessu ári þá dró hann þátttöku sína til baka. Mikill hiti ríkir innan golfheimsins vegna hinnar nýju mótaraðar og skiptast kylfingar að því virðist upp í fylkingar. Er LIV-mótaröðinni ætlað að keppa við PGA-mótaröðina um bestu kylfinga heims. Alls verða um 25 milljónir Bandaríkjadalir sem falla í skaut þeim 48 kylfingum sem taka þátt hverju sinni í nýju ofurdeildinni. Sigurvegari hvers móts mun fá fjórar milljónir Bandaríkjadala í eigin vasa eða tæplega 523 milljónir íslenskra króna. Nýlega vakti athygli að Dustin Johnson ákvað að færa sig um set og skipta PGA-mótaröðinni út fyrir LIV-mótaröðina. Hann hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hluti af PGA-mótaröðinni. Nú hefur hinn 51 árs gamli Mickelson ákveðið að leika sama leik. Í langri yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segist hann endurnærður og spenntur eftir að hafa ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Einnig baðst Mickelson afsökunar á ummælunum sem hann lét falla. „Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á ummælum sem ég lét falla fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef gert mistök á mínum ferli. Ég þurfti að setja fólkið sem ég elska í forgang og vinna í að verða betri útgáfa af sjálfum mér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Mickelson. pic.twitter.com/riT2ot0yvk— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2022 Ástæðan fyrir þátttöku Mickelson er sú að kylfingurinn vill nýja áskorun. Hann vill byrja upp á nýtt og telur þetta vera spennandi skref á ferli sínum. Mickelson er þó þakklátur alls þess sem PGA-mótaröðin hefur gert fyrir hann. Talið er að PGA-mótaröðin muni sparka þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni en ásamt Mickelson og Johnson má þar finna Sergio Garcia, Lee Westwood, Ian Poulter og Louis Oosthuizen. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Mickelson tók þátt í stofnun LIV-mótaraðarinnar en eftir að láta umdeild ummæli falla fyrr á þessu ári þá dró hann þátttöku sína til baka. Mikill hiti ríkir innan golfheimsins vegna hinnar nýju mótaraðar og skiptast kylfingar að því virðist upp í fylkingar. Er LIV-mótaröðinni ætlað að keppa við PGA-mótaröðina um bestu kylfinga heims. Alls verða um 25 milljónir Bandaríkjadalir sem falla í skaut þeim 48 kylfingum sem taka þátt hverju sinni í nýju ofurdeildinni. Sigurvegari hvers móts mun fá fjórar milljónir Bandaríkjadala í eigin vasa eða tæplega 523 milljónir íslenskra króna. Nýlega vakti athygli að Dustin Johnson ákvað að færa sig um set og skipta PGA-mótaröðinni út fyrir LIV-mótaröðina. Hann hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hluti af PGA-mótaröðinni. Nú hefur hinn 51 árs gamli Mickelson ákveðið að leika sama leik. Í langri yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segist hann endurnærður og spenntur eftir að hafa ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Einnig baðst Mickelson afsökunar á ummælunum sem hann lét falla. „Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á ummælum sem ég lét falla fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef gert mistök á mínum ferli. Ég þurfti að setja fólkið sem ég elska í forgang og vinna í að verða betri útgáfa af sjálfum mér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Mickelson. pic.twitter.com/riT2ot0yvk— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2022 Ástæðan fyrir þátttöku Mickelson er sú að kylfingurinn vill nýja áskorun. Hann vill byrja upp á nýtt og telur þetta vera spennandi skref á ferli sínum. Mickelson er þó þakklátur alls þess sem PGA-mótaröðin hefur gert fyrir hann. Talið er að PGA-mótaröðin muni sparka þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni en ásamt Mickelson og Johnson má þar finna Sergio Garcia, Lee Westwood, Ian Poulter og Louis Oosthuizen.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira