Viðskipti innlent

Þór­dís tekin inn í eig­enda­hóp Deloitte Legal

Árni Sæberg skrifar
Þórdís Bjarnadóttir er nýjasti meðeigandi lögmannsstofunnar Deloitte Legal.
Þórdís Bjarnadóttir er nýjasti meðeigandi lögmannsstofunnar Deloitte Legal. Aðsend

Þann 1. júní síðastliðinn var Þórdís Bjarnadóttir lögmaður tekin inn í eigendahóp Deloitte Legal, sem nú samanstendur af 4 eigendum þvert á þjónustulínur lögmannsstofunnar.

Í tilkynningu frá lögmannsstofunni segir að Þórdís hafi starfað hjá Deloitte frá árinu 2018 og á Deloitte Legal frá stofnun stofunnar í október síðastliðnum.

Þar áður starfaði Þórdís hjá Advel lögmönnum og hjá Viðskiptaráði Íslands. Þá sat Þórdís jafnframt í stjórn Varðar líftrygginga árin 2016 til 2018. Samhliða störfum sínum hefur Þórdís sinnt stundarkennslu við Háskólann í Reykjavík, hún útskrifaðist sjálf árið 2007.

Þórdís hefur sérhæft sig í ráðgjöf til fyrirtækja, samrunum, yfirtökum og fjármögnun þeirra. Þar undir eru fyrirtæki í öllum helstu atvinnugreinum en að auki hefur Þórdís umtalsverða reynslu af ráðgjöf og þjónustu til skráðra fyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila. Þórdís fékk réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 2013 og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfamarkaðsrétti og leyfi sem fasteigna- og skipasali, að því er segir í tilkynningunni.

„Það er virkilega ánægjulegt að fá Þórdísi í eigendahóp Deloitte Legal. Við erum ung en vaxandi lögmannsstofa sem einblínir á þá kjarnaþætti lögfræðinnar sem snúa að rekstri, stefnu og umbreytingu fyrirtækja. Þórdís mun leið ráðgjöf okkar vegna kaupa og sölu fyrirtækja og mun reynsla hennar af samrunum, yfirtökum og fjármögnun stórra sem smárra fyrirtækja í margvíslegum atvinnugreinum efla sókn okkar á því sviði,“ segir Haraldur I. Birgisson, meðeigandi og framkvæmdastjóri Deloitte Legal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×