Segir að Sara Björk myndi henta leikstíl Chelsea, Man City eða Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 13:01 Sara Björk fagnar sínum öðrum Evróputitli. Jonathan Moscrop/Getty Images Reikna má með að landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verði eftirsótt í sumar en samningur hennar við Evrópumeistara Lyon er við það að renna út. Hún segir sjálf að deildirnar í Englandi, Spáni og Þýskalandi heilli mest. Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira