Segir að Sara Björk myndi henta leikstíl Chelsea, Man City eða Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 13:01 Sara Björk fagnar sínum öðrum Evróputitli. Jonathan Moscrop/Getty Images Reikna má með að landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verði eftirsótt í sumar en samningur hennar við Evrópumeistara Lyon er við það að renna út. Hún segir sjálf að deildirnar í Englandi, Spáni og Þýskalandi heilli mest. Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira