Fær bætur fyrir að hafa verið skikkuð í sóttvarnarhús Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2022 09:24 Konan var skikkuð í sóttvarnarhús við komuna til landsins Vísir/Egil Kona sem skikkuð var í sóttkví í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins á rétt á sextíu þúsund króna miskabótum vegna þess. Konan hafði ætlað sér að fara í sóttkví á heimili sínu við komuna til landsins. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konunnar gegn íslenska ríkinu, þar sem hún fór fram á eina milljón krónur í miskabætur vegna tveggja daga dvalar í sóttvarnarhúsi. Konan, sem á lögheimili hér á landi, kom til Íslands frá Póllandi þann 2. apríl á síðasta ári. Við komuna var henni gert að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi í Þórunnartúni. Mótmælti hún þessari ráðstöfun, bæði áður en henni var ekið frá flugvellinum, og við komuna í sóttvarnarhús. Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki hafi verið ágreiningur uppi um að konan ætti að sæta sóttkví, hún hafi hins vegar viljað vera í sóttkví í heimahúsi sínu. Lykilúrskurður barst í millitíðinni Þáverandi lögmaður konunnar krafðist þessi að henni yrði leyft að víkja úr sóttvarnarhúsi. Að auki ákvað hún að bera ákvörðun um dvöl hennar þar undir héraðsdóm. Þann 5. apríl barst henni bréf frá sóttvarnalækni um að málið yrði borið undir dóm síðar sama dag. Síðar þann dag barst hins vegar úrskurður í málum annarra einstaklinga í sambærilegri stöðu og konan, fólks sem átti lögheimili á Íslandi en var eigi að síður gert að dvelja í sóttvarnarhúsi. Þar komst dómari að því að lagastoð hefði skort fyrir því skikka þá sem ættu lögheimili hér á landi og kysu að ljúka sóttkví þar í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins. Vegna þeirra mála var konunni boðið að ljúka sóttkví í heimahúsi hennar. Buðu þrjátíu þúsund krónur til að ljúka málinu Skömmu síðar krafðist konan bóta frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar frá 2. apríl til 4. apríl. Krafðist hún einnar milljónar króna í miskabætur, á grundvelli þess að hún hafi verið vistuð á litlu hótelherbergi, þar sem möguleikar hennar til að komast undir bert loft hafi verið verulega takmarkaðir. Þá hafi henni verið meinað að fara í gönguferð sér til heilsubótar. Til að ljúka málinu bauð íslenska ríkinu konunni þrjátíu þúsund krónur í miskabætur, fimmtán þúsund krónur fyrir hvorn sólarhring sem miðað var við í bréfi hennar að væri tímabil frelssviptingar. Þá var fallist á að greiða 85 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Konan tók við greiðslunni en höfðaði jafnframt mál þar sem hún taldi tjón hennar ekki hafa verið fullbætt. Ekki ómannúðleg meðferð Íslenska ríkið véfengdi ekki að ákvörðun sóttvarnalæknis um að konunni yrði skilt að dvelja í sóttvarnarhúsi hafi skort lagastoð. Taldi dómari málsins að af þeim sökum ætti hún rétt á miskabótum vegna þeirrar frelssiskerðingar sem hún sætti þessa tvo sólarhringa sem hún þurfti að dvelja á sóttvarnarhúsinu. Dómarinn féllst hins vegar ekki á að konan hafi sætt ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð, slíkt væri með öllu ósannað. Taldi dómarinn því rétt að fallast á varakröfu konunnar, sextíu þúsund krónur í miskabætur, enda þætti krafa hennar um eina milljón í bætur úr hófi fram. Þarf íslenska ríkið því að greiða konunni sextíu þúsund krónur í miskabætur, að frádregnum þeim þrjátíu þúsund krónum sem hún hafði þegar þegið. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konunnar gegn íslenska ríkinu, þar sem hún fór fram á eina milljón krónur í miskabætur vegna tveggja daga dvalar í sóttvarnarhúsi. Konan, sem á lögheimili hér á landi, kom til Íslands frá Póllandi þann 2. apríl á síðasta ári. Við komuna var henni gert að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi í Þórunnartúni. Mótmælti hún þessari ráðstöfun, bæði áður en henni var ekið frá flugvellinum, og við komuna í sóttvarnarhús. Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki hafi verið ágreiningur uppi um að konan ætti að sæta sóttkví, hún hafi hins vegar viljað vera í sóttkví í heimahúsi sínu. Lykilúrskurður barst í millitíðinni Þáverandi lögmaður konunnar krafðist þessi að henni yrði leyft að víkja úr sóttvarnarhúsi. Að auki ákvað hún að bera ákvörðun um dvöl hennar þar undir héraðsdóm. Þann 5. apríl barst henni bréf frá sóttvarnalækni um að málið yrði borið undir dóm síðar sama dag. Síðar þann dag barst hins vegar úrskurður í málum annarra einstaklinga í sambærilegri stöðu og konan, fólks sem átti lögheimili á Íslandi en var eigi að síður gert að dvelja í sóttvarnarhúsi. Þar komst dómari að því að lagastoð hefði skort fyrir því skikka þá sem ættu lögheimili hér á landi og kysu að ljúka sóttkví þar í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins. Vegna þeirra mála var konunni boðið að ljúka sóttkví í heimahúsi hennar. Buðu þrjátíu þúsund krónur til að ljúka málinu Skömmu síðar krafðist konan bóta frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar frá 2. apríl til 4. apríl. Krafðist hún einnar milljónar króna í miskabætur, á grundvelli þess að hún hafi verið vistuð á litlu hótelherbergi, þar sem möguleikar hennar til að komast undir bert loft hafi verið verulega takmarkaðir. Þá hafi henni verið meinað að fara í gönguferð sér til heilsubótar. Til að ljúka málinu bauð íslenska ríkinu konunni þrjátíu þúsund krónur í miskabætur, fimmtán þúsund krónur fyrir hvorn sólarhring sem miðað var við í bréfi hennar að væri tímabil frelssviptingar. Þá var fallist á að greiða 85 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Konan tók við greiðslunni en höfðaði jafnframt mál þar sem hún taldi tjón hennar ekki hafa verið fullbætt. Ekki ómannúðleg meðferð Íslenska ríkið véfengdi ekki að ákvörðun sóttvarnalæknis um að konunni yrði skilt að dvelja í sóttvarnarhúsi hafi skort lagastoð. Taldi dómari málsins að af þeim sökum ætti hún rétt á miskabótum vegna þeirrar frelssiskerðingar sem hún sætti þessa tvo sólarhringa sem hún þurfti að dvelja á sóttvarnarhúsinu. Dómarinn féllst hins vegar ekki á að konan hafi sætt ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð, slíkt væri með öllu ósannað. Taldi dómarinn því rétt að fallast á varakröfu konunnar, sextíu þúsund krónur í miskabætur, enda þætti krafa hennar um eina milljón í bætur úr hófi fram. Þarf íslenska ríkið því að greiða konunni sextíu þúsund krónur í miskabætur, að frádregnum þeim þrjátíu þúsund krónum sem hún hafði þegar þegið.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05
Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57