Salah myndi fórna verðlaunum tímabilsins til að fá að endurtaka úrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 22:45 Mohamed Salah á erfitt með að sætta sig við að vera næstbestur. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, segir að hann myndi fórna öllum þeim verðlaunum sem hann vann á nýliðnu tímabili til að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Salah og liðsfélagar hans þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap í úrslitaleiknum þar sem Vinicius Junior skoraði sigurmark Madrídinga. Liverpool var lengi vel í baráttu um alla þá fjóra titla sem liðinu stóð til boða. Á endanum tók liðið tvo titla, enska deildarbikarinn og FA-bikarinn, en endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Salah vann þó nokkur einstaklingsverðlaun á tímabilinu, en hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásam Heung-Min Son. Þá var hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og var meðal annars valinn fótboltamaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að hann myndi fórna öllum þeim einstaklingsverðlaunum sem hann vann á tímabilinu fyrir það eitt að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Being recognised by the fans and by the sports journalists in the same season is something special that I will never forget. I would however give all those personal awards up for a chance at replaying that final, but that is not how football works. pic.twitter.com/vOoXZgl9MK— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Að vera heiðraður af stuðningsmönnum og íþróttablaðamönnum á sama tímabilinu er sérstakt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Egyptinn á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég myndi hins vegar fórna öllum þessum einstaklingsverðlaunum fyrir möguleikan á því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur, en þannig virkar fótboltinn víst ekki.“ Salah birti svo aðra færslu á Tittwer um það bil klukkustund síðar þar sem hann segir að þrátt fyrir það að tímabilið hafi verið langt og strangt þá sé hluti af honum sem óski þess að næsta tímabil hefjist strax á morgun. I cannot express in words how much we wanted to bring that trophy back to Liverpool but in the end we couldn’t. I cannot thank the fans enough for your support. It has been a very long season but a part of me wishes the next one starts again tomorrow. pic.twitter.com/6ECyIL0AHN— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikið við vildum koma með þennan bikar heim til Liverpool, en við gátum það ekki. Ég get ekki þakkað stuðningsmönnunum nógu mikið fyrir stuðninginn. Þetta hefur verið mjög langt tímabil, en hluti af mér óskar þess að það næsta hefjist á morgun.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Salah og liðsfélagar hans þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap í úrslitaleiknum þar sem Vinicius Junior skoraði sigurmark Madrídinga. Liverpool var lengi vel í baráttu um alla þá fjóra titla sem liðinu stóð til boða. Á endanum tók liðið tvo titla, enska deildarbikarinn og FA-bikarinn, en endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Salah vann þó nokkur einstaklingsverðlaun á tímabilinu, en hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásam Heung-Min Son. Þá var hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og var meðal annars valinn fótboltamaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að hann myndi fórna öllum þeim einstaklingsverðlaunum sem hann vann á tímabilinu fyrir það eitt að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Being recognised by the fans and by the sports journalists in the same season is something special that I will never forget. I would however give all those personal awards up for a chance at replaying that final, but that is not how football works. pic.twitter.com/vOoXZgl9MK— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Að vera heiðraður af stuðningsmönnum og íþróttablaðamönnum á sama tímabilinu er sérstakt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Egyptinn á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég myndi hins vegar fórna öllum þessum einstaklingsverðlaunum fyrir möguleikan á því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur, en þannig virkar fótboltinn víst ekki.“ Salah birti svo aðra færslu á Tittwer um það bil klukkustund síðar þar sem hann segir að þrátt fyrir það að tímabilið hafi verið langt og strangt þá sé hluti af honum sem óski þess að næsta tímabil hefjist strax á morgun. I cannot express in words how much we wanted to bring that trophy back to Liverpool but in the end we couldn’t. I cannot thank the fans enough for your support. It has been a very long season but a part of me wishes the next one starts again tomorrow. pic.twitter.com/6ECyIL0AHN— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikið við vildum koma með þennan bikar heim til Liverpool, en við gátum það ekki. Ég get ekki þakkað stuðningsmönnunum nógu mikið fyrir stuðninginn. Þetta hefur verið mjög langt tímabil, en hluti af mér óskar þess að það næsta hefjist á morgun.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira