Uppgjör fyrstu átta umferða Bestu: Breiðablik best, Ísak Snær bestur og Valur valdið mestum vonbrigðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:30 Breiðablik hefur bókstaflega verið óstöðvandi til þessa. Vísir/Hulda Margrét Áttunda umferð Bestu deildar karla í fótbolta fór fram á sunnudag. Að henni lokinni gerði Stúkan upp fyrstu átta umferðir mótsins. Eðlilega var Breiðablik mikið í umræðunni þar sem liðið er með fullt hús stiga. Allt er vænt sem vel er grænt Lið fyrstu átta umferðanna er í grænna lagi enda Breiðablik borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar til þessa. Alls eru sex leikmenn Blika í liði fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins. Markvörður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson, stendur milli stanganna. Í fjögurra manna línu þar fyrir framan eru þrír samherjar Antons. Davíð Ingvarsson er í vinstri bakverði á meðan þeir Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic eru í hjarta varnarinnar. Kennie Chopart fær svo þann heiður að vera hægri bakvörður í besta liði fyrstu átta umferðanna. Enginn Bliki er á miðri miðju liðsins en þar eru KA-mennirnir Rodrigo Gomes og Nökkvi Þeyr Þórisson. Kristall Máni Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings er svo þriðji miðjmaður liðsins. Í framlínunni eru tveir leikmenn Breiðabliks, Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Fremsti maður er svo Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hér má sjá lið fyrstu átta umferða Bestu deildar karla í fótbolta.Stúkan „Hverjir mega vera ósáttir við að vera ekki í liðinu, allir hinir í byrjunarliðinu hjá Blikum?“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason. „Varnarmenn KA, þeir hafa haldið fimm sinnum hreinu. Óli Valur (Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar) er búinn að vera frábær sem og Guðmundur (Magnússon, leikmaður Fram). Besti leikmaðurinn sjálfvalinn „Ekki erfiðasta sem við höfum lent í,“ sagði Guðmundur um valið á besta leikmanni fyrstu átta umferða Bestu deildarinnar. Segja má að Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið sjálfvalinn en hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í liði Breiðabliks til þessa. Níu mörk í átta leikjum og þá lagði hann upp sigurmark Blika í 0-1 útisigrinum á KR. Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts.Vísir/Hulda Margrét Þremenningarnir voru hins vegar ekki á allt sammála hver næstbesti leikmaður umferða 1 til 8 væri. Kristall Máni, Jason Daði, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Emil Atlason voru allir nefndir til sögunnar. Kristall Máni besti ungi Kristall Máni var áfram í umræðunni en hann er að mati dómnefndar Stúkunnar besti ungi leikmaður deildarinnar. Kristall Máni er fæddur árið 2002 og var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á síðustu leiktíð. Kristall Máni hefur verið illviðráðanlegur það sem af er sumri.Vísir/Hulda Margrét „Miðið við hvernig Ísak Snær er að spila þarf hann mögulega bara að sætta sig við þessi verðlaun aftur þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Guðmundur og hló. Hér að neðan má sjá uppgjör Stúkunnar á fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla. Þar er farið yfir hvaða lið hafa komið á óvart og hvaða lið hafa ollið mestum vonbrigðum. Klippa: Stúkan: Umferð 1 til 8 í Bestu deild karla gerðar upp Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Stúkan Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Allt er vænt sem vel er grænt Lið fyrstu átta umferðanna er í grænna lagi enda Breiðablik borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar til þessa. Alls eru sex leikmenn Blika í liði fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins. Markvörður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson, stendur milli stanganna. Í fjögurra manna línu þar fyrir framan eru þrír samherjar Antons. Davíð Ingvarsson er í vinstri bakverði á meðan þeir Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic eru í hjarta varnarinnar. Kennie Chopart fær svo þann heiður að vera hægri bakvörður í besta liði fyrstu átta umferðanna. Enginn Bliki er á miðri miðju liðsins en þar eru KA-mennirnir Rodrigo Gomes og Nökkvi Þeyr Þórisson. Kristall Máni Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings er svo þriðji miðjmaður liðsins. Í framlínunni eru tveir leikmenn Breiðabliks, Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Fremsti maður er svo Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hér má sjá lið fyrstu átta umferða Bestu deildar karla í fótbolta.Stúkan „Hverjir mega vera ósáttir við að vera ekki í liðinu, allir hinir í byrjunarliðinu hjá Blikum?“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason. „Varnarmenn KA, þeir hafa haldið fimm sinnum hreinu. Óli Valur (Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar) er búinn að vera frábær sem og Guðmundur (Magnússon, leikmaður Fram). Besti leikmaðurinn sjálfvalinn „Ekki erfiðasta sem við höfum lent í,“ sagði Guðmundur um valið á besta leikmanni fyrstu átta umferða Bestu deildarinnar. Segja má að Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið sjálfvalinn en hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í liði Breiðabliks til þessa. Níu mörk í átta leikjum og þá lagði hann upp sigurmark Blika í 0-1 útisigrinum á KR. Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts.Vísir/Hulda Margrét Þremenningarnir voru hins vegar ekki á allt sammála hver næstbesti leikmaður umferða 1 til 8 væri. Kristall Máni, Jason Daði, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Emil Atlason voru allir nefndir til sögunnar. Kristall Máni besti ungi Kristall Máni var áfram í umræðunni en hann er að mati dómnefndar Stúkunnar besti ungi leikmaður deildarinnar. Kristall Máni er fæddur árið 2002 og var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á síðustu leiktíð. Kristall Máni hefur verið illviðráðanlegur það sem af er sumri.Vísir/Hulda Margrét „Miðið við hvernig Ísak Snær er að spila þarf hann mögulega bara að sætta sig við þessi verðlaun aftur þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Guðmundur og hló. Hér að neðan má sjá uppgjör Stúkunnar á fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla. Þar er farið yfir hvaða lið hafa komið á óvart og hvaða lið hafa ollið mestum vonbrigðum. Klippa: Stúkan: Umferð 1 til 8 í Bestu deild karla gerðar upp Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Stúkan Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira