Fótbolti

KR og Þór/KA með stór­sigra | Stjarnan marði FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR gerði góða ferð á Akranes.
KR gerði góða ferð á Akranes. Vísir/Vilhelm

Þremur leikjum af fimm í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta er nú lokið. KR vann 6-0 stórsigur á Akranesi, Þór/KA vann 6-0 sigur á Haukum og Stjarnan vann nauman 1-0 útisigur á FH.

KR var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn á Akranesi en Rasamee Phonsongkham kom gestunum úr Vesturbænum yfir. Bergdís Fanney Einarsdóttir bætti við tveimur mörum yfir hálfleik, staðan þá 0-3.

Þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka bætti Ísabella Sara Tryggvadóttir við fjórða marki KR og hún var aftur að verki á 82. mínútu. Þegar venjulegum leiktíma lauk bætti Laufey Björnsdóttir við sjötta marki KR og tryggði 6-0 sigur Bestu deildarliðsins.

Haukar voru í heimsókn á Akureyri og sáu aldrei til sólar. Tiffany McCarthy kom Þór/KA yfir og þær Andrea Mist Pálsdóttir, Margrét Árnadóttir, Sandra María Jessen, Hulda Ósk Jónsdóttir og Vigdís Edda Friðriksdóttir bættu við mörkum áður en leikurinn var úti.

Lokatölur 6-0 og Þór/KA komið áfram í bikarnum í ár

Þá tryggði Arna Dís Arnþórsdóttir 1-0 útisigur Stjörnunnar er liðið heimsótti FH í Hafnafirði. Bestu deildarliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum en markið kom á 83. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×