Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2022 19:25 Krakkar í ráðgjafahópi sem einnig voru fulltrúar á Barnaþingi í mars afhentu ríkisstjórninni skýrslu um þingið í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/hmp Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag. Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta. Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta.
Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira