Innlent

Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Gervihnattamynd Sentinel-1 sem sýnir landris sem hefur orðið frá 27. apríl til 21. maí 2022.
Gervihnattamynd Sentinel-1 sem sýnir landris sem hefur orðið frá 27. apríl til 21. maí 2022. Veðurstofa Íslands

Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum.

Fjöldi jarðskjálfta hefur mælst á Reykjanesi undanfarna daga og vikur. Sjálfvirkt staðsetningarkerfi Veðurstofunnar mældi um fjögur hundruð skjálfta síðasta sólarhringinn. Sá stærsti þeirra var 3,5 að stærð og átti upptök sín um þrjá kílómetra austnorðaustan við fjallið Þorbjörn við Grindavík klukkan 7:15 í morgun. Hann er sagður hafa fundist á Reykjanesskaganum og að höfuðborgarsvæðinu.

Annar jarðskjálfti upp á þrír að stærð mældist á sömu slóðum klukkan 23:13 í gærkvöldi.

Veðurstofan birti í dag nýjar gervihnattamyndir úr Sentinel-1-gervitunglinu sem voru teknar frá 27. apríl til 21. maí. Þær staðfesta að landris hafi verið fjórir til fjórir og hálfur sentímetri frá því að nýjasta jarðskjálftahrinan hófst.


Tengdar fréttir

Bíða nýrra gervitunglamynda

Stór skjálfti upp á 3,5 reið yfir við Þorbjörn í morgun og á svæðinu er stöðug smáskjálftavirkni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×