Innlent

Skjálfti 3,0 að stærð í gær­kvöldi

Atli Ísleifsson skrifar
Jarðhræringar hafa verið tíðar á Reykjanesskaga síðustu vikurnar.
Jarðhræringar hafa verið tíðar á Reykjanesskaga síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum.

Fyrr um daginn, eða rétt fyrir tíu í gærmorgun, kom annar á svipuðum slóðum og var sá enn stærri, eða 3,5 stig.

Strax í kjölfar hans, eða um fjórum mínútum síðar kom annar enn stærri, eða 3,6 stig. Þessir skjálftar fundust einnig vel í byggð.

Annars mældust um 450 skjálftar á svæðinu í gær samkvæmt Veðurstofunni en svo virðist sem nóttin hafi verið heldur rólegri, á töflu yfir jarðhræringar sést að enginn skjálfti hefur farið yfir tvö stig frá miðnætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×