Innlent

Stórir jarðskjálftar við Grindavík

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Land hefur risið við Þorbjörn við Grindavík undanfarið.
Land hefur risið við Þorbjörn við Grindavík undanfarið. Stöð 2/Egill

Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar varð fyrri skjálftinn klukkan 9:53 og var 3,5 að stærð. Óyfirfarin gögn sýn að skjálftinn átti upptök sín 3,1 kílómetra vestnorðvestur af Grindavík.

Seinni skjálftinn varð aðeins fjórum mínútum síðar, klukkan 9:57. Sá var skör stærri, 3,6 að stærð og átti upptök sín 2,5 kílómetra norðvestur af Grindavík. 

Ljóst er að tekið var eftir skjálftunum og rúmlega það, en einhverjir lesendur Vísis hafa greint frá því að þeir hafi hreinlega vaknað upp af værum svefni þegar jörð tók að hristast nú í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×