Innlent

Fengu áður óbirtan ljóðabálk eftir Davíð Stefánsson

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ljóðabálkurinn ber heitið „Lítil saga“ og var skrifaður áður en fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út.
Ljóðabálkurinn ber heitið „Lítil saga“ og var skrifaður áður en fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út.

Nítján erinda ljóðabálkur eftir Davíð Stefánsson er nú kominn í hendurnar á Davíðshúsi sem rekið er af Minjasafninu á Akureyri. Ljóðin voru ort til æskuvinkonu Davíðs.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Ljóðabálkurinn ber heitið „Lítil saga“ og var skrifaður áður en fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út. Ljóðin voru tileinkuð Helgu Gunnlaugsdóttur frá Ytri-Reistará, sem var góð vinkona Davíðs í æsku.

Ljóðin voru varðveitt af Stefáni Lárusi Árnasyni, syni Helgu, í gegnum árin. Dætur Stefáns færðu Davíðshúsi þau síðan á dögunum.

„Það er byrjendabragur á kvæðinu, en angurværðin er í anda Davíðs, segir mér fróðara fólk,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri í samtali við Fréttablaðið. Haraldur bar ljóðin undir sérfræðinga í höfundarferli Davíðs og telja þeir að Davíð hafi skrifað ljóðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×