Viðskipti innlent

Edda Björk, Heiða og Ólafur Einar til Car­b­fix

Atli Ísleifsson skrifar
Edda Björk Ragnarsdóttir, Heiða Aðalsteinsdóttir og Ólafur Einar Jóhannsson.
Edda Björk Ragnarsdóttir, Heiða Aðalsteinsdóttir og Ólafur Einar Jóhannsson. Carbfix

Edda Björk Ragnarsdóttir, Ólafur Einar Jóhannsson og Heiða Aðalsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til Carbfix.

Í tilkynningu segir að þau hafi verið ráðin með það að markmiði að halda áfram að byggja upp loftslagsvænan iðnað sem byggi á grænni nýsköpun og íslensku hugviti.

„Edda Björk Ragnarsdóttir og Ólafur Einar Jóhannsson hafa verið ráðin til að sinna sérfræðistörfum á sviði viðskiptaþróunar á alþjóðavettvangi til að styðja við frekari vöxt Carbfix á heimsvísu.

Edda Björk er lögfræðingur og hefur undanfarin ár starfað hjá Samtökum iðnaðarins. Þar áður var hún sérfræðingur í fastanefnd Íslands í Genf, starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði hugverkaréttar og við lögfræðirannsóknir við Háskóla Íslands.“

Um Ólaf Einar segir að hann sé viðskiptafræðingur með MBA-gráðu og hafi yfirgripsmikla reynslu af alþjóðlegri viðskiptaþróun og stjórnun í kaupskipaútgerð, rekstri og tæknilegum skiparekstri.

„Heiða Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin til að sinna stefnumótandi stjórnun og hafa umsjón með skipulagi og umhverfismati á starfssvæðum Carbfix. Heiða er menntuð landslagsarkitekt auk þess að hafa BA gráðu í alþjóðaviðskiptum. Heiða hefur víðtæka reynslu af því að stýra þverfaglegum verkefnum í stefnumótun, skipulagi og umhverfismati. Heiða kemur til Carbfix frá Rannsóknum og nýsköpun hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún leiddi meðal annars vinnu við stefnumótun, skipulag og umhverfismat. Áður starfaði Heiða sem ráðgjafi í skipulagsmálum hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta,“ segir um Heiðu.

Carbfix hefur þróað tækni fyrir varanlega bindingu koldíoxíðs í berg, sem notuð hefur verið í áratug með góðum árangri og vakið heimsathygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×