Innlent

Jarð­skjálfta­virkni heldur á­fram við Svarts­engi

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan vill minna á að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað. Myndin er úr safni.
Veðurstofan vill minna á að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Svartsengi. Í gær mældust um 370 skjálftar á svæðinu, sá stærsti klukkan rúmlega hálftólf í gærdag. Sá mældist 3,1 stig.

Frá miðnætti hefur enginn verið yfir þremur stigum, en einn yfir tveimur. Sá varð rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og mældist 2,7 stig.

Veðurstofan vill minna á að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað og fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×