Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 09:32 Sara Björk Gunnarsdóttir með son sinn Ragnar Frank Árnason sem hún eignaðist 16. nóvember síðastliðinn. Instagram/@sarabjork90 Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. Sara Björk kynnti myndina á samfélagsmiðlum sínum en hún heitir „Do Both“ eða „Gerum bæði“ upp á íslensku. „Ég er Sara Björk Gunnarsdóttir. Ég er að fara fæða barn í nóvember og í júní ætla ég að spila fyrir þjóð mína á Evrópumótinu,“ segir Sara í upphafi myndarinnar. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Sara Björk mun leita sér að nýju félagi í sumar en hún er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina árið 2020. Í myndinni fáum við að kynnast Söru betur, hugarfari hennar og keppnisskapi. Það er rætt við vini hennar, liðsfélaga og fjölskyldu. „Ég hef enga þekkingu á því hvað séu bestu æfingarnar fyrir fótboltakonu sem er ófrísk,“ segir Sara en í heimildarmyndinni má sjá hana æfa á meðan meðgöngunni stóð. Það er sem betur fer orðið miklu algengara að sjá fótboltakonur eignast barn og snúa aftur inn á völlinn. Fjölmargar í íslenska landsliðinu hafa gert þetta og Sara Björk bætist nú í hópinn. Sara leitaði til leikmanna í landsliðinu sem höfðu eignast barn og komið til baka. Þar fékk hún góð ráð. Sara spilaði aftur með íslenska landsliðinu í apríl í leikjum á móti Hvíta-Rússlandi og Tékkum í undankeppni HM. Í myndinni má sjá Söru Björk á ákveðnum stigum meðgöngunnar sem reyndi mikið á hana, bæði líkamlega og andlega. Við sjáum hana líka með Ragnar Frank. „Við viljum gera bæði. Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli,“ segir Sara. Hún fer síðan yfir hvernig hún vann sig til baka hjá Lyon. „Ég verð mjög stolt þegar ég klæði mig aftur í bláu landsliðstreyjuna. Ég vil sýna fólki að ég get gert bæði,“ segir Sara. Það má sjá alla heimildamyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f7ebjR6amy8">watch on YouTube</a> EM 2022 í Englandi Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Sara Björk kynnti myndina á samfélagsmiðlum sínum en hún heitir „Do Both“ eða „Gerum bæði“ upp á íslensku. „Ég er Sara Björk Gunnarsdóttir. Ég er að fara fæða barn í nóvember og í júní ætla ég að spila fyrir þjóð mína á Evrópumótinu,“ segir Sara í upphafi myndarinnar. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Sara Björk mun leita sér að nýju félagi í sumar en hún er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina árið 2020. Í myndinni fáum við að kynnast Söru betur, hugarfari hennar og keppnisskapi. Það er rætt við vini hennar, liðsfélaga og fjölskyldu. „Ég hef enga þekkingu á því hvað séu bestu æfingarnar fyrir fótboltakonu sem er ófrísk,“ segir Sara en í heimildarmyndinni má sjá hana æfa á meðan meðgöngunni stóð. Það er sem betur fer orðið miklu algengara að sjá fótboltakonur eignast barn og snúa aftur inn á völlinn. Fjölmargar í íslenska landsliðinu hafa gert þetta og Sara Björk bætist nú í hópinn. Sara leitaði til leikmanna í landsliðinu sem höfðu eignast barn og komið til baka. Þar fékk hún góð ráð. Sara spilaði aftur með íslenska landsliðinu í apríl í leikjum á móti Hvíta-Rússlandi og Tékkum í undankeppni HM. Í myndinni má sjá Söru Björk á ákveðnum stigum meðgöngunnar sem reyndi mikið á hana, bæði líkamlega og andlega. Við sjáum hana líka með Ragnar Frank. „Við viljum gera bæði. Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli,“ segir Sara. Hún fer síðan yfir hvernig hún vann sig til baka hjá Lyon. „Ég verð mjög stolt þegar ég klæði mig aftur í bláu landsliðstreyjuna. Ég vil sýna fólki að ég get gert bæði,“ segir Sara. Það má sjá alla heimildamyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f7ebjR6amy8">watch on YouTube</a>
EM 2022 í Englandi Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti