Viking komið á toppinn í Noregi | Silkeborg öruggt í þriðja sæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 20:30 Patrik Sigurður Gunnarsson hélt hreinu og er kominn á toppinn í Noregi. Twitter@vikingfotball Íslendingalið Viking er komið á topp Eliteserien, norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þá virðist sem Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg séu komnir í sumarfrí eftir að ljóst var að liðið endar í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Stefán Teitur spilaði 73 mínútur er Silkeborg steinlá fyrir Midtjylland á heimavelli, lokatölur 1-4. Gestir sjá þar með til þess að þeir eiga enn tölfræði möguleika á að vinna danska meistaratitilinn á meðan Silkeborg endar tímabilið í þriðja sæti. Alfons Sampsted og félagar í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt björguðu stigi gegn Trömsö í uppbótartíma, lokatölur 1-1. Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði. Ari Leifsson stóð vaktina í vörn Strømsgodset.godset.no Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem gerði góða ferð til Kristiansund, lokatölur 0-3. Brynjólfur Darri Willumsson kom inn af bekk heimamanna í hálfleik en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði síðustu fimm mínúturnar í 1-0 sigri Lilleström á Sarpsborg 08. Patrik Sigurður Gunnarsson spilaði allan leikinn milli stanga Viking er liðið lagði Jerv 3-0 á heimavelli. Samúel Kári Friðjónsson var einnig í byrjunarliði heimamanna en var tekinn af velli á 78. mínútu. Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson voru i byrjunarliði Vålerenga sem fékk Ham-Kam í heimsókn. Viðar Örn spilaði 62 mínútur sem fremsti maður og Brynjar Ingi 85 mínútur í miðri vörninni en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Brynjar Ingi spilaði 85 mínútur.Vålerenga Viking er sem stendur á toppi deildarinnar með 19 stig eftir að hafa spilað átta leiki. Þar á eftir kemur Lilleström með 17 stig og leik til góða. Strømsgodset og Vålerenga eru með 10 stig eftir að hafa spilað sjö leiki í 5. og 6. sæti á meðan meistarar Bodø/Glimt hafa byrjað illa og eru í 7. sæti með níu stig eftir að hafa aðeins leikið sex leiki. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn á miðri miðjunni er Adana Demirspor tapaði 3-2 fyrir Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Demirspor í röð en liðið er í 9. sæti með 52 stig þegar ein umferð er eftir. Besiktas v Adana Demirspor - Turkish Super Lig ISTANBOEL, TURKEY - SEPTEMBER 21: Mitchy Batshuayi of Besiktas, Birkir Bjarnason of Adana Demirspor during the Turkish Super Lig match between Besiktas and Adana Demirspor at Vodafone Park on September 21, 2021 in Istanboel, Turkey. (Photo by /BSR Agency/Getty Images) Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Stefán Teitur spilaði 73 mínútur er Silkeborg steinlá fyrir Midtjylland á heimavelli, lokatölur 1-4. Gestir sjá þar með til þess að þeir eiga enn tölfræði möguleika á að vinna danska meistaratitilinn á meðan Silkeborg endar tímabilið í þriðja sæti. Alfons Sampsted og félagar í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt björguðu stigi gegn Trömsö í uppbótartíma, lokatölur 1-1. Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði. Ari Leifsson stóð vaktina í vörn Strømsgodset.godset.no Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem gerði góða ferð til Kristiansund, lokatölur 0-3. Brynjólfur Darri Willumsson kom inn af bekk heimamanna í hálfleik en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði síðustu fimm mínúturnar í 1-0 sigri Lilleström á Sarpsborg 08. Patrik Sigurður Gunnarsson spilaði allan leikinn milli stanga Viking er liðið lagði Jerv 3-0 á heimavelli. Samúel Kári Friðjónsson var einnig í byrjunarliði heimamanna en var tekinn af velli á 78. mínútu. Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson voru i byrjunarliði Vålerenga sem fékk Ham-Kam í heimsókn. Viðar Örn spilaði 62 mínútur sem fremsti maður og Brynjar Ingi 85 mínútur í miðri vörninni en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Brynjar Ingi spilaði 85 mínútur.Vålerenga Viking er sem stendur á toppi deildarinnar með 19 stig eftir að hafa spilað átta leiki. Þar á eftir kemur Lilleström með 17 stig og leik til góða. Strømsgodset og Vålerenga eru með 10 stig eftir að hafa spilað sjö leiki í 5. og 6. sæti á meðan meistarar Bodø/Glimt hafa byrjað illa og eru í 7. sæti með níu stig eftir að hafa aðeins leikið sex leiki. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn á miðri miðjunni er Adana Demirspor tapaði 3-2 fyrir Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Demirspor í röð en liðið er í 9. sæti með 52 stig þegar ein umferð er eftir. Besiktas v Adana Demirspor - Turkish Super Lig ISTANBOEL, TURKEY - SEPTEMBER 21: Mitchy Batshuayi of Besiktas, Birkir Bjarnason of Adana Demirspor during the Turkish Super Lig match between Besiktas and Adana Demirspor at Vodafone Park on September 21, 2021 in Istanboel, Turkey. (Photo by /BSR Agency/Getty Images)
Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira