Erlent

Vaktin: Svíar freista þess að ná sátt við Tyrki til að greiða fyrir aðild að Nató

Hólmfríður Gísladóttir, Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa
Roman Pryhodchenko grætur á heimili sínu í Kharkív, sem hefur skemmst illa í árásum Rússa.
Roman Pryhodchenko grætur á heimili sínu í Kharkív, sem hefur skemmst illa í árásum Rússa. AP/Bernat Armangue

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eins og áætlað var og að Úkraínumenn gætu unnið stríðið.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar.

  • Þess er að vænta að bæði Finnar og Svíar sæki um aðild að Nató í víkunni.
  • Institute for the Study of War segir líklegt að Rússar séu hættir við að reyna að umkringja sveitir Úkraínu frá borginni Donetsk að Izyum og einbeiti sér nú að því að ná Luhansk-héraði. Til þess að gera það þurfa þeir að ná borginni Severodonetsk, sem hefur ekki gengið vel.
  • Verð á hveiti hefur ekki verið hærra í tvo mánuði eftir að stjórnvöld á Indlandi bönnuðu útflutning á korninu til að freista þess að hemja verðið innanlands. Hveitiverð hefur hækkað um 60 prósent á þessu ári, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu.
  • Umfangsmiklar heræfingar Nató hefjast í dag en þær fara fram í Eistlandi, Litháen, Póllandi og fleiri ríkjum. Um 30 þúsund hermenn munu taka þátt í æfingunum, sem voru í undirbúningi áður en Rússar réðust inn í Úkraínu.

Hér má finna vakt gærdagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×