Fótbolti

Markvörður fingurbrotnaði eftir deilur við þjálfarann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jean-Louis Leca í marki RC Lens á móti Paris Saint-Germain í frönsku deildinni í vetur.
 Jean-Louis Leca í marki RC Lens á móti Paris Saint-Germain í frönsku deildinni í vetur. Getty/John Berry

Lens-markvörðurinn Jean-Louis Leca missir af lokaspretti franska tímabilsins vegna meiðsla en ástæðan er stórfurðuleg.

Leca fingurbrotnaði eftir útistöður við þjálfarann sinn á æfingum. Hann missir af tveimur síðustu leikjum liðsins á tímabilinu.

Leca er 36 ára gamall og honum og markmannsþjálfara hans lenti saman eftir æfingu liðsins í gær samkvæmt heimildum L'Equipe. Báðir gripu þeir meðal annars í hálskraga hvors annars.

Leca fingurbrotnaði þó ekki eftir harðar móttökur þjálfarans heldur þegar hann barði hendinni í dyr á búningsklefanum eftir að þeir höfðu verið skildir að.

Samband þeirra tveggja hefur verð styrkt allt tímabilið samkvæmt sömu frétt ESPN og varamarkvörðurinn Wuilker Farinez hefur fyrir vikið að spila meira sérstaklega eftir áramót.

Lens er í sjöunda sæti deildinni og aðeins tveimur stigum frá sæti í Sambandsdeildinni. Næsti leikur er á útivelli á móti Troyes en lokaleikurinn er á heimavelli á móti Mónakó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×