Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 11:01 Marcelo Pecci sérhæfði sig í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygl og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/EPA Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. Tveir byssumenn skutu Marcelo Pecci til bana á ferðamannaströndinni Barú, suður af borginni Cartagenu í Kólumbíu. Eiginkona hans, Claudia Aguilera, segir að hann hafi ekki fengið neinar hótanir í aðdraganda morðsins. Mennirnir tveir hafi nálgast þau á einkaströnd en síðan skotið hann. „Tveir menn réðust á Marcelo. Þeir komu á litlum bát eða sæþotu, sannast sagna sá ég það ekki vel,“ sagði Aguilera. Annar árásarmannanna hafi farið frá borði og skotið Pecci tvisvar, einu sinni í andlitið og einu sinni í bakið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ, lýsti árásinu sem „hugleysislegu morði“. Augusto Salas, starfsbróðir Pecci, segir að árásin virðist dæmigerð mafíuárás. Hann líti á árásina sem slíka þar til annað komi í ljós. Lögreglumenn frá Paragvæ eru komnir til Kólumbíu til að rannsaka morðið. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð sína við rannsóknina. Pecci sérhæfði sig í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygli og fjármögnun hryðjuverka. Hann rak meðal annars mál gegn brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho sem var handtekinn fyrir að reyna að koma til Paragvæ á fölsuðu paragvæsku vegabréfi árið 2020. Sandra Quinonez, ríkissaksóknari Paragvæ, syrgir Pecci við líknesku af Maríu mey á skrifstofu sinni í gær.AP/Jorge Saenz Paragvæ Kólumbía Tengdar fréttir Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Tveir byssumenn skutu Marcelo Pecci til bana á ferðamannaströndinni Barú, suður af borginni Cartagenu í Kólumbíu. Eiginkona hans, Claudia Aguilera, segir að hann hafi ekki fengið neinar hótanir í aðdraganda morðsins. Mennirnir tveir hafi nálgast þau á einkaströnd en síðan skotið hann. „Tveir menn réðust á Marcelo. Þeir komu á litlum bát eða sæþotu, sannast sagna sá ég það ekki vel,“ sagði Aguilera. Annar árásarmannanna hafi farið frá borði og skotið Pecci tvisvar, einu sinni í andlitið og einu sinni í bakið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ, lýsti árásinu sem „hugleysislegu morði“. Augusto Salas, starfsbróðir Pecci, segir að árásin virðist dæmigerð mafíuárás. Hann líti á árásina sem slíka þar til annað komi í ljós. Lögreglumenn frá Paragvæ eru komnir til Kólumbíu til að rannsaka morðið. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð sína við rannsóknina. Pecci sérhæfði sig í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygli og fjármögnun hryðjuverka. Hann rak meðal annars mál gegn brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho sem var handtekinn fyrir að reyna að koma til Paragvæ á fölsuðu paragvæsku vegabréfi árið 2020. Sandra Quinonez, ríkissaksóknari Paragvæ, syrgir Pecci við líknesku af Maríu mey á skrifstofu sinni í gær.AP/Jorge Saenz
Paragvæ Kólumbía Tengdar fréttir Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37