Íslenski boltinn

„Hún er alltaf að þefa eitthvað uppi“

Sindri Sverrisson skrifar
Melina Ayres tekur í spaðann á þjálfaranum Ásmundi Arnarssyni.
Melina Ayres tekur í spaðann á þjálfaranum Ásmundi Arnarssyni. Blikar.is

Melina Ayres var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks þegar liðið vann Stjörnuna 3-0 á mánudagskvöld og hún skoraði tvö markanna. Sérfræðingar Bestu markanna hrifust af frammistöðu Ástralans.

Hin 22 ára Ayers kom að láni til Blika í apríl frá Melbourne Victory, efti rað hafa átt sinn þátt í að tryggja liðinu ástralska meistaratitilinn tvær síðustu leiktíðir.

Hún kom inn af varamannabekknum í fyrstu tveimur leikjum Blika í Bestu deildinni í sumar en byrjaði svo leikinn gegn Stjörnunni og skoraði laglegt framherjamark og annað úr víti.

„Það hlýtur að vera mikið gleðiefni í Kópavoginum að fá sóknarmann sem er að hitna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum.

„Hún virkar sterkur sóknarmaður. „Statementið“ hennar núna var bara: Ég er komin hér inn í þessa deild og er að fara að gera eitthvað,“ sagði Helena Ólafsdóttir.

Margrét var sérstaklega hrifin af fyrsta marki Blika í leiknum og líkaði vel það sem hún sá hjá Ayres:

„Þetta er senter. Hún er alltaf að þefa eitthvað uppi. Maður sér það þarna, hún er að þefa, hún er á tánum og alltaf að búast við boltanum inn í svæðið.“

Klippa: Bestu mörkin - Framherji Breiðabliks

Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×