Lætur samanburðinn við pabba og afa ekki trufla sig Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 15:30 Sveinn Aron fagnar marki með Andra Lucasi bróður sínum gegn Liechtenstein í fyrra. vísir/vilhelm Sveinn Aron Guðjohnsen hefur farið vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar og þegar skorað jafnmörg mörk og á síðustu leiktíð. Hann segir samanburðinn við föður sinn og afa ekki trufla sig. Sveinn, sem er 23 ára, hlaut fótboltauppeldi hjá Barcelona þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Í meistaraflokki hefur hann leikið á Íslandi, Ítalíu og í Danmörku áður en hann kom svo til Elfsborg í ágúst og náði að skora þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. Sveinn hefur svo skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í ár, þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn leik í byrjunarliði. „Mér finnst hafa gengið vel. Ég hef komið inn af bekknum og staðið mig ágætlega,“ segir Sveinn í viðtali við Fotbollskanalen. Sveinn Aron Gudjohnsen (1998) scores every 48th minute for @IFElfsborg1904 in Allsvenskan. Goal machine pic.twitter.com/u7sM86Ciwn— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 5, 2022 „Ég er orðinn vanur þessu“ Sænski miðillinn minnir á að Sveinn sé sonur Eiðs sem og Arnórs Guðjohnsen sem lauk einmitt atvinnumannsferlinum með eftirminnilegum hætti í Svíþjóð. „Þetta hefur alltaf verið venjulegt fyrir mér. Ég þekki ekkert annað en að tilheyra þessari fjölskyldu svo að þetta er bara mjög eðlilegt fyrir mér,“ segir Sveinn. En er erfitt að lifa með samanburðinum við pabba og afa? „Ég hugsa ekkert um það. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona. Ég er orðinn vanur þessu,“ segir Sveinn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og hefur nú spilað tólf slíka. Aðspurður hvort að alltaf hafi verið gerðar miklar væntingar til hans á Íslandi svarar Sveinn: „Væntingarnar koma meira frá sjálfum mér en nokkrum öðrum, svo ég hef aðallega fundið fyrir þeim frá mér sjálfum.“ Næsti leikur Sveins og félaga er á heimavelli gegn Djurgården í dag. Sigur gæti fleytt Elfsborg upp í 4. sæti. Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Sveinn, sem er 23 ára, hlaut fótboltauppeldi hjá Barcelona þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Í meistaraflokki hefur hann leikið á Íslandi, Ítalíu og í Danmörku áður en hann kom svo til Elfsborg í ágúst og náði að skora þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. Sveinn hefur svo skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í ár, þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn leik í byrjunarliði. „Mér finnst hafa gengið vel. Ég hef komið inn af bekknum og staðið mig ágætlega,“ segir Sveinn í viðtali við Fotbollskanalen. Sveinn Aron Gudjohnsen (1998) scores every 48th minute for @IFElfsborg1904 in Allsvenskan. Goal machine pic.twitter.com/u7sM86Ciwn— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 5, 2022 „Ég er orðinn vanur þessu“ Sænski miðillinn minnir á að Sveinn sé sonur Eiðs sem og Arnórs Guðjohnsen sem lauk einmitt atvinnumannsferlinum með eftirminnilegum hætti í Svíþjóð. „Þetta hefur alltaf verið venjulegt fyrir mér. Ég þekki ekkert annað en að tilheyra þessari fjölskyldu svo að þetta er bara mjög eðlilegt fyrir mér,“ segir Sveinn. En er erfitt að lifa með samanburðinum við pabba og afa? „Ég hugsa ekkert um það. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona. Ég er orðinn vanur þessu,“ segir Sveinn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og hefur nú spilað tólf slíka. Aðspurður hvort að alltaf hafi verið gerðar miklar væntingar til hans á Íslandi svarar Sveinn: „Væntingarnar koma meira frá sjálfum mér en nokkrum öðrum, svo ég hef aðallega fundið fyrir þeim frá mér sjálfum.“ Næsti leikur Sveins og félaga er á heimavelli gegn Djurgården í dag. Sigur gæti fleytt Elfsborg upp í 4. sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira