Íslenski boltinn

Sjáðu: Rautt spjald og „rang­stöðu­mark“ í Vestur­bæ, marka­­súpur á Skaganum og í Kefla­­vík á­samt bar­áttunni í Garða­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik skoraði fimm upp á Skaga.
Breiðablik skoraði fimm upp á Skaga. Vísir/Hulda Margrét

Það var nóg um að vera í Bestu deild karla á laugardaginn. Hér að neðan má sjá markasúpurnar upp á Akranesi og í Keflavík, rauða spjaldið og „rang­stöðu­markið“ í Vesturbænum ásamt mörkunum í 1-1 jafntefli Stjörnunnar og Fram.

Keflavík og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í mögnuðum leik. Magnús Þór Magnússon, fyrirliði heimamanna, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik er staðan var 2-0. ÍBV breytti stöðunni í 2-3 en Adam Árni Róbertsson jafnaði fyrir Keflavík í blálokin.

Á Akranesi var sjóðandi heitt lið Breiðabliks í heimsókn. Talandi um sjóðandi heitt, það er enginn jafn heitur og Ísak Snær Þorvaldsson þessa dagana. Hann skoraði tvívegis í frábærum 5-1 sigri gestanna og með smá heppni hefði Ísak Snær eflaust getað fullkomnað þrennu sína. 

Önnur mörk skoruðu Kristinn Steindórsson, Dagur Dan Þórhallsson og Anton Logi Lúðvíksson. Mark heimamanna var sjálfsmark frá Viktori Erni Margeirssyni.

Klippa: ÍA 1-5 Breiðablik

Miðvörður KA, Oleksiy Bykov, sá rautt í 0-0 jafntefli KR og KA í Bestu deild karla. Hann rak þá höfuðið í Kjartan Henry Finnbogason eftir að boltinn var úr leik. Atvikið sem og viðtal við Kjartan Henry eftir leik má sjá hér að neðan.

Klippa: Viðtal við Kjartan Henry og rautt á Bykov

Þá skoraði KR mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Dæmi hver fyrir sig.

Klippa: Rangstöðu mark KR

Að lokum gerðu Stjarnan og Fram 1-1 jafntefli í Garðabæ. Guðmundur Magnússon kom gestunum yfir en Emil Atlason jafnaði metin.

Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 1-1 Fram

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×