Formúla 1

Ver­stappen gagn­rýnir á­reiðan­leika Red­Bull

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Verstappen var vægast sagt ósáttur.
Verstappen var vægast sagt ósáttur. EPA-EFE/GREG NASH

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, hefur gagnrýnt áreiðanleika liðs síns, Red Bull, eftir tímatökuna fyrir Miami-kappaksturinn. Verstappen telur RedBull vera að skaða möguleika sína á að verja heimsmeistaratitilinn.

Hollendingurinn fljúgandi náði ekki ráspól í því sem verður fyrsti kappakstur Formúlu 1 í Miami eftir mistök á síðasta hring tímatökunnar. Hann kennir skort á þekkingu á eigin bíl um.

Mistök Verstappen gerðu það að verkm að Charles Leclerc, helsti keppinautur Verstappen um þessar mundir, og samherji hans hjá Ferrari – Carlos Sainz – náðu efstu tveimur sætunum.

„Ég náði aðeins fjórum eða fimm hringjum í gær, það er of lítið á nýrri braut og almennt í kappakstri sem fer fram á götum borga. Það er mjög mikilvægt að ná sem flestum hringjum til að skilja bílinn,“ sagði Verstappen um mistökin.

„Á venjulegri braut er auðvelt að komast í ryðma en á götubraut er það mun erfiðara og við féllum í raun á þeim kafla,“ sagði Verstappen einnig. Að endingu sagði hann að helgin hefði verið mjög „sóðaleg“ og að RedBull hefði gert hlutina eins erfiða og mögulegt var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×