„Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2022 17:32 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er einn fjögurra sem munu flytja ræðu á mótmælafundi á Austurvelli á morgun. Vilhelm Gunnarsson Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir augljóst að ríkisstjórnin sé að reyna að þegja af sér Íslandsbankamálið en vill að stjórnarliðar hugsi um afleiðingarnar af slíku til lengri tíma sem hann segir að verði vafalaust dýpra vantraust til þingsins um ókomin ár. Fimmtu mótmælin vegna bankasölunnar eru fyrirhuguð á Austurvelli og á Ráðhústorgi á morgun. Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal og Bragi Páll Sigurðsson munu einnig flytja ræður á mótmælunum. Björn Leví er einnig á mælendaskrá mótmælafundarins. „Þetta er klassísk aðferð. Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið. Þau eru að bíða eftir því að það komi eitthvað annað í staðinn; að daglegt líf taki við á ný en alltaf þegar ég tala við fólk um þetta þá er því alltaf jafn mikið heitt í hamsi yfir þessu,“ segir Björn sem kveðst ekki sannfærður um að landsmenn gleymi málinu neitt bráðlega. Hann telur að það muni hafa miklar afleiðingar í för með sér af fjármálaráðherra stígur ekki til hliðar vegna málsins. Það muni leiða til djúpstæðs vantrausts til þingsins en einnig til slæmra áhrifa á lýðræðið. „Það verður dýpri óánægja. Fólk verður fyrr tilbúið til þess að draga slæmar ályktanir um mál sem kannski eru ekkert svo slæm en af það er einhver grunsamlegur flötur á þeim þá mun fólk draga verstu ályktanirnar. Þannig birtist vantraust okkur. Lítil mál blásast upp og verða að stórum málum af því að það minnir okkur á að það er ekki búið að gera upp stóru málin.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn hvetur almenning til að láta sig málið varða. „Það er hægt að mæta á mótmæli og það er hægt að tala um þetta mál. Það er líka hægt að kjósa einfaldlega ekki flokka sem styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda í sveitarstjórnarkosningum. Það er eina tungumálið sem þau skilja, það eru völd og atkvæði gefa þeim völd og ef þau missa atkvæði þá missa þau völd og þá vilja þau gera eitthvað í því.“ Björn Leví kveðst ekki treysta fjármálaráðherra sjálfum til að ákveða þann farveg sem rannsókn á Íslandsbankamálinu eigi að fara. Þá segist hann heldur ekki treysta honum til að birta niðurstöður rannsókna á réttum tíma með vísan til skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Hún var ekki birt fyrr en eftir kosningarnar 2016. „Þetta er sami fjármálaráðherra sem er einmitt að kalla á eftir þessu. Sporin hræða svo mikið. Þess vegna er eðlilegt að biðja um rannsóknarnefnd því reynsla okkar af vinnu rannsóknarnefnda hefur verið mjög góð og hefur skilað mjög góðri vinnu.“ Björn Leví vísar þarna til óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis sem stjórnarandstaðan hefur kallað eftir að verði sett á fót en ríkisstjórnin hefur ekki viljað verða við því. Björn telur að ástæðan fyrir því sé sú að ríkisstjórnin vilji hlífa fjármálaráðherra. „Þau ætla að reyna að komast hjá því í lengstu lög að láta reyna á lagalega ábyrgð hans í þessu og þau munu nýta allt sem þau geta til að tefja það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05 „Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10 „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fimmtu mótmælin vegna bankasölunnar eru fyrirhuguð á Austurvelli og á Ráðhústorgi á morgun. Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal og Bragi Páll Sigurðsson munu einnig flytja ræður á mótmælunum. Björn Leví er einnig á mælendaskrá mótmælafundarins. „Þetta er klassísk aðferð. Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið. Þau eru að bíða eftir því að það komi eitthvað annað í staðinn; að daglegt líf taki við á ný en alltaf þegar ég tala við fólk um þetta þá er því alltaf jafn mikið heitt í hamsi yfir þessu,“ segir Björn sem kveðst ekki sannfærður um að landsmenn gleymi málinu neitt bráðlega. Hann telur að það muni hafa miklar afleiðingar í för með sér af fjármálaráðherra stígur ekki til hliðar vegna málsins. Það muni leiða til djúpstæðs vantrausts til þingsins en einnig til slæmra áhrifa á lýðræðið. „Það verður dýpri óánægja. Fólk verður fyrr tilbúið til þess að draga slæmar ályktanir um mál sem kannski eru ekkert svo slæm en af það er einhver grunsamlegur flötur á þeim þá mun fólk draga verstu ályktanirnar. Þannig birtist vantraust okkur. Lítil mál blásast upp og verða að stórum málum af því að það minnir okkur á að það er ekki búið að gera upp stóru málin.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn hvetur almenning til að láta sig málið varða. „Það er hægt að mæta á mótmæli og það er hægt að tala um þetta mál. Það er líka hægt að kjósa einfaldlega ekki flokka sem styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda í sveitarstjórnarkosningum. Það er eina tungumálið sem þau skilja, það eru völd og atkvæði gefa þeim völd og ef þau missa atkvæði þá missa þau völd og þá vilja þau gera eitthvað í því.“ Björn Leví kveðst ekki treysta fjármálaráðherra sjálfum til að ákveða þann farveg sem rannsókn á Íslandsbankamálinu eigi að fara. Þá segist hann heldur ekki treysta honum til að birta niðurstöður rannsókna á réttum tíma með vísan til skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Hún var ekki birt fyrr en eftir kosningarnar 2016. „Þetta er sami fjármálaráðherra sem er einmitt að kalla á eftir þessu. Sporin hræða svo mikið. Þess vegna er eðlilegt að biðja um rannsóknarnefnd því reynsla okkar af vinnu rannsóknarnefnda hefur verið mjög góð og hefur skilað mjög góðri vinnu.“ Björn Leví vísar þarna til óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis sem stjórnarandstaðan hefur kallað eftir að verði sett á fót en ríkisstjórnin hefur ekki viljað verða við því. Björn telur að ástæðan fyrir því sé sú að ríkisstjórnin vilji hlífa fjármálaráðherra. „Þau ætla að reyna að komast hjá því í lengstu lög að láta reyna á lagalega ábyrgð hans í þessu og þau munu nýta allt sem þau geta til að tefja það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05 „Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10 „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05
„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10
„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30